Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 19

Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 19
GLÓÐAFEYKIR 19 Tillögur. Mikill fjöldi tillagna kom til afgreiðslu á aðalfundinum að venju, og spunnust fjörugar umræður um flestar þeirra. Tillögurnar voru um hin aðskiljanlegustu málefni og komu víða við. Stjóm félagsins. Að þessu sinni áttu að ganga úr stjórninni þeir Gísli Magnússon í Eyhildarholti, Stefán Gestsson, Arnarstöðum og Þorsteinn Hjálmars- son, Hofsósi. Gísli tilkynnti, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs, en í hans stað var kjörinn Konráð Gíslason, Frostastöðum, en þeir Stefán og Þorsteinn voru báðir endurkjörnir. Fyrir í stjórninni voru þeir Jóhann Salberg Guðmundsson, Sauðárkróki, Gunnar Oddsson, Flatatungu, Jónas Haraldsson, Völlum og Marinó Sigurðsson, Álfgeirsvöllum. Fulltrúi starfsmanna K.S. í stjórninni er Friðrik Sigurðsson. I varastjórn voru kjörin Árni Bjarnason, Uppsölum, Geirmundur Jónsson, Sauðárkróki og Pálína Skarphéðinsdóttir, Gili. Endurskoðendur félagsins eru þeir Sigtryggur Björnsson, Hólum og Guðjón Ingimundarson, Sauðárkróki. Stjórnin hefur skipt þannig með sér verkum, að Jóhann Salberg er formaður, Gunnar Oddsson, varaform., og Þorsteinn Hjálmarsson, ritari. Gísli Magnússon. Á aðalfundinum voru Gísla Magnússyni færðar sérstakar þakkir frá félagsmönnum, fyrir einstæðan feril í þágu samvinnumanna í héraðinu. Gísli kom fyrst í stjórn fyrir Kaupfélag Skagfirðinga 1919 og var til 1922. Árið 1939 var Gísli síðan kosinn á ný til stjórnarstarfa og gegndi því samfellt þar til á aðalfundi 1978. Hann var varaformaður stjórnar frá 1946 og tók við formennsku í stjórninni við fráfall Tobíasar Sig- urjónssonar 1973. Þannig hefur Gísli setið í stjórn K.S. i 42 ár og tekið virkan þátt í að móta stefnuna, á mesta framfaraskeiði félagsins. Enginn einn maður hefur stjórnað eins oft aðalfundum félagsins og Gísli, því hann var fundarstjóri á 28 aðalfundum þess. Glóðafeykir kom fyrst út á árinu 1955, en útgáfa þess féll niður 1959. Árið 1966 tekur Gísli Magnússon að sér ritstjórn þess, og hafa síðan komið út eitt til tvö hefti á ári. Glóðafevkir hefur verið mjög eftirsótt

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.