Glóðafeykir - 01.04.1979, Síða 21

Glóðafeykir - 01.04.1979, Síða 21
GLOÐAFEYKIR 21 Tuttugu og fimm ára starfsafmæli Glóðafeykir kom ekki út á árinu 1978. Því verður hér getið þeirra tveggja starfsmanna K.S., er á því ári áttu 25 ára afmæli sem fast- ráðnir starfsmenn félagsins. Magnús Sigurðsson er fæddur á Ytri-Hofdölum 6. okt. 1916, sonur Sigurðar frá Syðri-Hofdölum Jósafatssonar og konu hans Þórönnu Magnúsdóttur bónda á Ytri-Hofdölum. Stundaði nám í Iðnskóla Siglufjarðar og síðan í Iðnskóla Sauðár- króks. Lauk námi í húsasmíði og hlaut meistararéttindi í þeirri iðn. Hóf störf hjá K.S. 1949. Réðst fastur starfsmaður á tré- smíðaverkstæði félagsins 1953 og hefur unnið þar óslitið síðan; verkstjóri í tvo áratugi. Magnús er kvæntur Unni Guðmunds- dóttur. Eiga þau eina dóttur barna. Magnús Sigurðsson. Jóhann Olafsson er fæddur á Siglufirði 19. ágúst 1916, sonur hjón- anna Ólafs Ásgrímssonar og Guðbjargar Ingimundardóttur. Missti ungur foreldra sína. Ólst upp á Siglufirði hjá afa sínum og ömmu, Ásgrími Þorsteinssyni og Guðrúnu Páls- dóttur. Vann 13 ár hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins á Siglufirði, fékkst einnig við lögreglustörf. Fluttist til Sauðárkróks 1949. Réðst fastur starfsmaður K.S. 1. nóv. 1953 og hefur unnið hjá félaginu óslitið síðan, lengstum við afgreiðslustörf — í fiskbúð 11 ár en annars í vörugeymslu. Jóhann er kvæntur Álfheiði Ástvalds- dóttur. Þau eiga einn son, Ólaf, deildar- stjóra hjá K.S. Stjúpsonur Jóhanns er Ástvaldur Guðmundsson, útvarpsvirki. Jóhann Ólafsson.

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.