Glóðafeykir - 01.04.1979, Page 22

Glóðafeykir - 01.04.1979, Page 22
22 GLOÐAFEYKIR Fyrir fjörutíu árum Fimmtugsafmæli K.S. var minnst með ýmsum hætti. I Árbókum Skagafjarðar- sýslu, sem Stefán Vagnsson og Kolbeinn Kristinsson hafa ritað, er skemmtileg lýsing á hátíðahöldunum. Fer hún hér á eftir, orðrétt. „50 ára afmœli Kaupfj. Skagfirðinga. Sunnudaginn 30. Júlí (svo) hjelt Kaupfj. Skagfirðinga hátíðlegt 50 ára afmæli sitt. Veður var hið ákjósanlegasta, sólskin og norðan and- vari, sem lygndi þó seinni hluta dagsins. Strax um morguninn sáust bílar þjóta eftir öllum vegum hjeraðsins hlaðnir fólki; voru það boðs- menn fjelagsins, því það hafði boðið öllum meðlimum sinum ásamt konum þeirra, en auk þess þyrptist unga fólkið einnig úteftir mjög fjölment. Samkoman fór fram á „læknistúninu“ (u.þ.b. þar sem Skagfirðingabraut 31-39 er nú, — innsk. mitt, G.M.). Var þar reist hlið mikið og fagurt málað og skreytt; stóð þar með stórum stöfum: Kaupfjelag Skagfirðinga 50 ára. Frá 50 ára afmtvlishátíd K.S.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.