Glóðafeykir - 01.04.1979, Blaðsíða 30
30
GLÓÐAFEYKIR
Friðvin G. Þorsteinsson, Sauðárkróki. deild-
f arstjóri Sauðárkróksd.:
Hvers vegna ert þú samvinnumaður?
Svar:
Vegna þess, að það er eina félagsmála-
hreyfingin sem tryggir það, að allir menn
megi njóta jafnréttis ogjafnrœðis án tillits til
búsetu, efnahags eða annarrar þjóðfé-
lagsaðstöðu.
Friðvin G. Þorsteinsson.
Sigurjón Sigurbergsson, Hamrahlíð, deildarstjóri. Lýtingsstaðad.:
Þessari spurningu veit ég bara ekki hvernig ég á að svara, hef aldrei
hugsað út í það mál, veit ekki einu sinni hvort ég er nokkur sam-
vinnumaður.
En félagsskapur fólks og samvinna í
lífsbaráttunni hlýtur að vera æskileg og í
mörgum samskiptum manna nauðsynleg.
Ég hygg að góð samvinna manna á meðal
bæti afkomu fólks á margan hátt. Þá hef
ég alltaf verið kaupfélagsmaður eins og
flestir bændur, en þetta var þeirra verzl-
un, sem mér finnst nú vera að þróast í aðra
átt með breyttum siðum og tíma.
Mín fyrstu kynni af verzlun voru af
kaupfélagi, þ.e.a.s. af K.A.S.K. (Kaup-
félag Austur-Skaftfellinga. G. M.). Það
mun hafa verið um 1940 sem ég fór fyrst í
kaupstaðinn, man ekki eftir annarri
verzlun á staðnum þá, og ekki var um banka eða aðra lánastofnun að
ræða. En þarna var aðeins einn innanbúðarmaður, sem afgreiddi líka
benzín með handdælu; svo var einn utanbúðarmaður, eins og það var
kallað, og svo var það gjaldkerinn, sem annaðist líka bókhald og
skrifaði reikninga. Sjálfsagt hefur kaupfélagsstjórinn staðið í þessum
verkum líka, þótt ég muni ekki eftir honum. Kaupfélagsstjórar komu
og fóru, en þessir þrír menn eru mér minnisstæðir og tíu ára viðskipti
mín við þá og K.A.S.K.
Sigurjin Sigurbergsson.