Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 37
GLOÐAFEYKIR
37
Halldór Hafstað, Útvík, deildarstjóri Staðardeildar:
Hvers vegna ert þú samvinnumaður?
Spurning þessi kom satt að segja hálf flatt uppá mig, og gat af sér
aðra spurningu. hvort ég væri í raun og
veru samvinnumaður.
En allt frá því ég var drengur hefur mér
þótt það sjálfsagt að styðja málstað sam-
vinnuhreyfingarinnar, að svo miklu leyti
sem það var á mínu valdi. Ef til vill gæti
ég svarað þessari spurningu bezt með
þremur orðum — sem sé: Af trúarlegum
ástæðum. Ýmsum kann að þykja þetta
undarlegt svar og barnalegt af fullorðnum
manni, en þegar ég velti þessu betur fvrir
mér, held ég að þetta sé ekki fjarri sanni.
Þegar ég er að alast upp er faðir minn
virkur maður í samvinnuhreyfingunni, og
það er mikið talað um samvinnu- og
kaupfélagsmál á heimilinu.
I þá daga voru ekki síður en nú skiptar skoðanir um ágæti sam-
vinnustefnunnar og oft hart deilt og tæpitungulaust. Það var því ekki
óeðlilegt að ég skipaði mér í flokk þeirra, sem stóðu með henni, því
unglingar eru næmir fyrir hvers konar áróðri og gleypa gjarnan ann-
arra skoðanir hráar. Sjálfstæðar skoðanir byggðar á rökum held ég að
séu fremur sjaldgæfar hjá unglingum innan við fermingu, og mér er
nær að halda að um fermingaraldur hafi ég trúað meir á samvinnu-
hugsjónina en boðskap Marteins Lúters. Þar með er ekki sagt að hún
hafi komið í staðinn fvrir Lúterstrú, en ég held að hún hafi síast inní
mig á sama hátt.
Eftir að ég komst til vits og ára og fór að gera mér grein fyrir eðli og
markmiðum samvinnuhugsjónarinnar, og þó alveg sérstaklega þegar
hún blasti við augum sem áþreifanlegar staðrevndir vítt og breitt um
landið til hagsbóta öllum almenningi á fjölmörgum sviðum, hefur
þessi bamatrú mín á samvinnuhugsjóninni ekki rýrnað, nema síður
væri.
Hinu er ekki að neita, að ýmislegt tel ég gagmýnivert í rektri
samvinnufélaganna, og að þau hafi vikið nokkuð frá upphaflega
markaðri braut. T.d. verður ekki mikið vart váð samkeppni um vöru-
verð við kaupmannaverzlanir. Þá má líka átelja óeðlilega náið sam-
band milli kaupfélaganna og vissara stjórnmálasamtaka, sem ég tel
Halldór Hafstað.