Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 39

Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 39
GLOÐAFEYKIR 39 X örupöntunarfélag Húnvetninga og Skagfirðinga — Forveri K.S. — Um miðja síðustu öld urðu tímamót í íslenzkri verzlunarsögu. Þá stigu tslendingar fyrstu skrefin í átt til sjálfstæðrar verzlunar; mynd- uðu samtök innan sveita um að selja einum ákveðnum kaupmanni allar vörur sínar gegn því, að hann lækkaði verð á kaupvörum bænda. Oftast var samið við einhvern lausakaupmann eða spekúlant, en svo voru þeir kallaðir, sem sigldu skipum sínum á milli verzlunarstaða og áttu skipti við menn um borð. Fastakaupmenn voru hinsvegar þeir, sem höfðu fasta búsetu á verzlunarstöðunum. Þeir þóttu selja dýrt, breyttu verði eftir aðstæðum og sumir mismunuðu mönnum eftir efnahag. Þeir voru því fremur illa ræmdir af almúgafólki. Þessi af- sláttur, sem kaupmenn veittu, var ekki mikill í hverri kauptíð; mundi þó draga sig saman ef samtökin héldust. Þannig kveiktu þau hjá bændum skilning á því, hvers þeir voru megnugir, sneru þeir bökum saman. L’m 1860 mynduðu ýmsir bændur í Húnavatnssýslu og Skagafirði með sér félagsskap, og fengu kaupmenn til að sigla inn á Sauðárkrók og eiga þar skipti við sig. Ýmislegt olli því, að ekki var þá þegar stofnað formlegt félag, en óhætt mun að segja, að eftir það hafi margir bændur í þessum sýslum haft félag um verzlun. Samtökin voru að vísu mis- jafnlega öflug, en merkið féll þó aldri. Er aðdáunarvert, hve menn voru ótrauðir í þessari baráttu, og iétu hvorki óhöpp né mistök sakir vanþekkingar knýja sig til uppgjafar. Þv-ert á móti voru nýjar leiðir revndar; dýrmætrar reynslu aflað, sem að lokum leiddi að einu marki: stofnun kaupfélaga. Þau urðu ekki til fyrir einhverja hendingu, heldur byggð á traustum grunni, sem tók þrjátíu ár að leggja. Kunnast þessara félaga er Félagsverzlunin við Húnaflóa, sem reyndar náði frá Skagafirði og suður í Borgarfjörð, þegar félagið var stærst. Það var stofnað 1869. Því var síðar skipt um Gljúfurá, á mörkum Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu. Hét austurhlutinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.