Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 40

Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 40
40 GLÓÐAFEYKIR Grafarósfélag, kennt við verzlunarstaðinn. Yesturparturinn var kall- aður Borðeyrarfélag, einnig kennt við verzlunarstað þess. Hér á eftir er rakin saga YTörupöntunarfélags Húnvetninga og Skagfirðinga — Coghillsfélagsins, eins og það var oftast kallað. Það má heita undanfari Kaupfélags Skagfirðinga og því svo nátengt, að vörupöntunarfélaginu var slitið sama dag og K.S. var stofnað og af sömu mönnum og sátu fyrsta fund kaupfélagsins. Árið 1854 var verzlunin við ísland gefin frjáls öllum þjóðum. Um sömu mundir fóru Englendingar að koma hingað og kaupa hross til nota í kolanámum ytra. Nokkru síðar hófu þeir sauðakaup hér, gerðu þó lítið af því í fyrstu. Bændum þótti gott að verzla við hina ensku menn. Þeir greiddu mönnum í gulli, en á þessum tíma var nánast eingöngu vöruskipta- verzlun, þ.e. bændur tóku varning í innskrift út á væntanleg haust- innlegg, auk ullar og vaðmáls. Þá greiddu Englendingar oft betur fyrir sauði á fæti en Danir fyrir afurðir. Það er því naumast að undra, þótt þessi viðskipti hafi verið eftirsótt, enda jukust þau skjótlega. Kunnastir hinna ensku kaupmanna voru Robert Slimon og John Coghill. Þeir hófu að kaupa hér hross árið 1870. Var Coghill hér flest sumur eftir það í tuttugu og fimm ár og hafði einnig stundum vetur- setu. Af Skagfirðingum keypti hann eingöngu hross framanaf, enda hófst sauðasala ekki að marki fyrr en eftir 1875. Grafarósfélagið varð gjaldþrota 1878. Litlu síðar fóru Skagfirðingar að panta vörur með póstskipum og úr þeim félagsskap varð til Hið skagfirzka pöntunarfélag árið 1881. Það lifði í sex ár, en varð þá að hætta, þótt það héldi nafni til 1889. Urðu harðindi níunda áratugar- ins því að falli öðru fremur. Um svipað leyti og Skagfirðingar fóru að nota póstskipin til að flvtja sér vörur og sneiða þannig hjá kaupmönnum, hófu Húnvetningar vörupantanir með Coghill. Þóttu vörur hans bæði betri og ódýrari en danskar, enda jukust fljótt pantanir hjá honum. Skagfirðingar fvlgdu dæmi Húnvetninga og var bráðlega komið á fót pöntunardeildum á því svæði, sem Grafarósverzlun hafði starfað á. Sauðárkrókur var miðstöð þessarar verzlunar, því að þaðan var skipað út sauðum og hrossum. Var staðurinn þá orðinn einhver mesta útflutningshöfn landsins fyrir lifandi pening, einkum hross. Framan af voru þessi samtök fremur laus í reipunum. Þó hefur einhvers konar skipulögð starfsemi verið. Coghill byrjaði ferð sína vestur í Hrútafirði, hélt svo austur á bóginn til Akureyrar, og voru

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.