Glóðafeykir - 01.04.1979, Page 42

Glóðafeykir - 01.04.1979, Page 42
42 GLÓÐAFEYKIR I Staðarhreppi: I Sauðárhreppi: I Skefilsstaðahreppi: I Rípurhreppi: I Bólstaðarhlíðarhreppi: I Engihlíðarhreppi: 1 Svínavatnshreppi: I Torfalaekjarhreppi: Jón Jónsson, Hafsteinsstöðum. Sveinn Sölvason, Skarði. Gunnar Gunnarsson, Hafragili. Gunnar Ólafsson, Keldudal. sr. Stefán M. Jónsson, Bergstöðum. Arni Þorkelsson, Geitaskarði. Jón Pálmason, Stóradal. Kristján Sigurðsson, Reykjum. Þarna vantar fulltrúa úr Holtshreppi og Fellshreppi í Skagafjarð- arsýslu og Vindhælis-, As- og Sveinsstaðahreppum í Húnavatnssýslu. Að öðru leyti náði félagið yfir sama svæði og Grafarósverzlun. Var forstöðunefndinni falið að leita eftir stuðningi úr öllum þessum hreppum nema Vindhælishreppi. Hann varð útundan einhverra hluta vegna. Undir fundargerðina rituðu séra Zóphónías Halldórsson, þá í Goð- dölum, Jón Pálmason í Stóradal og Erlendur Pálmason í Tungunesi. Er vafalaust, að þessir menn hafa verið helztu hvatamenn að fundinum. Þetta var fyrsta skrefið, og verður ekki betur séð, en full varkárni sé höfð. Beðið er með eiginlega félagsstofnun um sinn, og hafa forráða- menn viljað kanna undirtektir betur. Fundur að Fjalli. Næsta skref var stigið 1. september. Þá er haldinn fundur að Fjalli í Sæmundarhlíð „til þess að ræða pöntunarmál beggja sýslanna/' Er- lendur Pálmason í Tungunesi var kosinn forseti fundarins og Jón Guðmundsson í Mörk ritari. Fundargerðin er í sex liðum. Fyrst er rakinn þráðurinn í ræðu Erlendar: Fór forseti nokkrum orðum um verzlunarástand vort yfir höfuð, síðan verzl- unin var gefin frjáls með lögum 15. apríl 1854, og hversu landsmenn hefðu óhönduglega fært sjer hina frjálsu verzlun til gagns. Það hefðu að sönnu risið upp nokkur hlutafjelög, og einstakir menn pantað vörur, en öllum væri kunn- ugt um árangur þeirra og afdrif, að flest þessi fyrirtæki hefðu fallið fyrir óhyggilegt fyrirkomulag. Enn pöntunarfjelag þetta væri með öðru fyrirkomu- lagi, að fá vörurnar lánaðar og uppfluttar með sem minnstum kostnaði, og að kostnaður fjelli sem minnstur á hana við uppskipun, geymslu og afhendingu, og hefði þetta vel heppnast í þetta sinn, og tók hann fram, hver nauðsyn mönnum sje á, að pöntunarfjelagið við haldist og eflist, eptir því sem frekast er kostur á. Húsbyggingin var næst á dagskrá. Mönnum kom saman um, að hús það, sem ákveðið var að kaupa á fundinum 15. ágúst, væri of lítið, og

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.