Glóðafeykir - 01.04.1979, Blaðsíða 43

Glóðafeykir - 01.04.1979, Blaðsíða 43
GLÓÐAFEYKIR 43 var afráðið að kaupa helmingi stærra hús, 18x12 álnir, með lofti og grunnmúr. Er greinilegt, að undirtektir bænda hafa verið góðar, betri en forráðamenn félagsins höfðu átt von á. Ákveðið var að samræma verð á vörutegundum, en nokkurs mis- ræmis virðist hafa gætt, hvað sem olli. Aföllnum kostnaði var jafnað niður á hvert stykki. 1 fyrstu var uppskipunarkostnaður lagður á þyngd vöru, en síðar var honum jafnað á hvert stykki vöru. Næsta mál var að kjósa nefnd til að semja lög félagsins. Fyrir valinu urðu Erlendur Pálmason, Ólafur Briem, síðar alþingismaður og bóndi á Alfgeirsvöllum, séra Stefán M. Jónsson á Bergstöðum og síðar á Auðkúlu, Guðmundur Gíslason á Bollastöðum og Vigfús Guðmunds- son á Sauðárkróki. Varamenn voru Magnús á Fjalli og Pétur Péturs- son á Gunnsteinsstöðum. Umboðskostnaður fulltrúa pöntunarfélagsdeildanna var ákveðinn 1%, þ.e. þóknun til þeirra fyrir störf í þágu félagsins. Að lokum sam- þykkti fundurinn, að menn revndu að flokka fé sitt sem bezt á mörk- uðum, „og var fulltrúum falið að gangast kröptuglega fyrir því. . . .“ Lög félagsins. Laganefndin hélt fund 26. nóvember. Þangað komu Erlendur, Ólafur og séra Stefán. Erlendur hafði samið frumvarpsdrög, sem hann lagði fram og nefndin samþykkti lítt breytt. Síðan var afrit sent til allra deilda. Loks samdi nefndin bráðabirgðaákvæði, þar sem hún tók að sér stjórn félagsins til næsta aðalfundar, sem haldinn var 22. júní næsta ár. Þar var frumvarpið lagt fram og samþykkt, með fáeinum breytingum. Fara þau hér á eftir, en breytingum er sleppt. Log fyrir vörupöntunarfélag í Húnavatns- og Skagafjarðarsrýslum. 1. gr. Það er tilgangur félagsins að efla hag félagsmanna, með því að gefa þeim færi á að panta útlendar vörur með sem minnstum kostnaði að auðið er. 2. gr. Félagið skiptist í jafnmargar deildir og hreppar eru margir í félaginu. Skal hver deild kjósa 2 fulltrúa, sem mæti á fundum félagsins með atkvæðisrétti. Skulu þeir safna skýrslum um vörupöntun í deildum sínum, og senda þær fram- kvæmdarstjóra (sbr. 4.gr.), og ábvrgjast borgun á þeim vörum, er deildir þeirra panta. 3. gr. Stjóm félagsins hafa 3 menn á hendi, sem skifti sjálfir störfum með sér. Skulu þeir kosnir árlega á almennum fulltrúafundi á Sauðárkrók um það leyti, er vömskipið kemur þangað. Til að taka þátt i stjóm félagsins í forföllum þeirra skulu jafnframt kosnir 2 varamenn. 4. gr. Stjómamefnd félagsins útvegar framkvæmdarstjóra. Skal hann semja við útlendan kaupmann (Slimon í Leith) um pöntun á vömnum og borgun á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.