Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 45

Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 45
GLÓÐAFEYKIR 45 Ekki er þörf á að fara mörgum orðum um lög félagsins, þau skýra sig sjálf. Þó skal drepið á fáein atriði. Skv. 2. grein skyldi hver hreppsdeild senda tvo fulltrúa. Þetta var þverbrotið þegar á fyrsta fundi. Þá sendu aðeins fimm deildir af þrettán tvo fulltrúa. 8. grein var líka brotin. Torfalækjarhreppur átti aðeins fimm hluti og Engihlíðarhreppur sjö, og var þó báðum heimil aðild. Þetta kom ekki að sök, því að hlutir revndust nægja fyrir öllum kostnaði við hús og áhöld — og drjúgum betur. Næstu ár var hreppum m.a.s. leyft að ganga í félagið án þess að leggja fram nokkurn hlut.* Pöntun í félaginu var ekki heldur aðeins fyrir hluthafa; eins margir máttu panta innan hverrar hreppsdeildar og vildu. Það voru hins vegar einungis hluthafar, sem fengu greiddan arð af húsinu. Alls voru keyptir 108 hlutir í þrettán deildum. Flestir voru úr Lýtingsstaðahreppi, tólf. Tíu hlutir komu úr Svínavatnshreppi og Bólstaðarhlíðarhreppi. Aðrir hreppar voru með átta, að undanskild- um þeim tveimur, sem nefndir voru áður. Langflestir félagar áttu einn hlut, aðeins fjórir aðilar áttu tvo. Á fundum réð afl atkvæða, ekki hlutafjöldi. Það er hvergi tekið fram, að fulltrúar deilda þurfi að eiga hluti í húsinu, enda mun svo ekki hafa verið, þar eð deildir máttu verzla í félaginu, sem enga hluti áttu. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð Erlendi Pálmasyni, Ólafi Briem og NTgfúsi Guðmundssyni. Varamenn voru Magnús á Fjalli fyrir Skaga- fjarðarsýslu og Pétur á Gunnsteinsstöðum fyrir Húnavatnssýslu. Að lokum samþykktu fundarmenn „að flytja þeim Slimon og Cog- hill þakkarávarp og bjóða þeim til samsætis 23. þ.m. fyrir fram- kvæmdir þeirra til að bæta úr íslenzkri verzlun.“ Má af þessu marka, hvílíkra vinsælda þeir nutu. Starfsemin. Húsið var reist á tveimur dögum, og þótti Skagfirðingum það ótrúlegur byggingarhraði. Hinn 25. júní voru vörurnar komnar inn í hús, þær sem ekki voru sóttar strax. Vigfúsi Guðmundssyni var falin umsjá húss og áhalda félagsins og afhending vara úr því. Félagið greiddi kostnað við afhendingu fyrstu tíu dagana, en eftir það þær deildir eða einstaklingar, sem áttu þar vörur eftir þann tíma. Næsti fulltrúafundur var haldinn 15. ágúst, og var þá gengið frá reikningum yfir hús og áhaldakaup félagsins. Kostnaður við húsið var alls 2024.75 kr. Þá er allt meðtalið: efniviður, uppskipun, grunn- * Þessir hreppar voru Viðvíkurhreppur í Skagafirði, og Vindhælishreppur og Sveinsstaða- hreppur í Húnavatnssýslu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.