Glóðafeykir - 01.04.1979, Blaðsíða 46

Glóðafeykir - 01.04.1979, Blaðsíða 46
46 GLOÐAFEYKIR múrsbygging, laun smiða og aðstoð við þá. Ennfremur átti félagið bn'ggju með palli, sérstakan bryggjupall, uppskipunarbát — að vísu lélegan —, sem Coghill gaf, og auk þess voru fvrirhuguð kaup á vog. Þetta taldist allt kosta 169.44 krónur. Hlutafé var 2700 kr., og átti félagið því óráðstaðað hlutafé, sem var 505.81 kr. Að tillögu forseta var samþykkt að leggja þessa fjárhæð i sérstakan viðlagasjóð. Þangað skyldu og renna tekjur af leigu fyrir húsið. Voru 500 kr. lagðar til Hólaskóla á 5% vöxtu. Skólastjórnin gekk í ábyrgð. Að síðustu samþvkkti fundurinn að leigja Vigfúsi Guðmundssyni hálft húsið til loka maí 1886 fyrir 30 krónur. Annað ár. Næsta ár var félaginu að ýmsu leyti erfiðara en hið fyrra. Coghill hafði greitt vel fyrir sauðfé, eða 12-18 kr., en orðið fyrir stórtapi á sölunni ytra. Um sumarið voru gífurlegir hitar á Englandi. Rófna- akrarnir, sem bændur þar beittu fé sínu á, skrælnuðu í þurrkunum, og af því leiddi, að miklu fleira fé var fargað en venjulega. Kaupfélag Þingeyinga reyndi um haustið útflutning á sauðum á eigin ábvrgð. • Félagið varð fyrir stórkostlegu tapi, svo að við borð lá, að það riði því að fullu. Hinn enski umboðsmaður þess, Lauritsen, varð gjaldþrota og taldi til 18.000 króna skuldar hjá félaginu. Hinn 17. júní héldu þeir Slimon og Coghill fund með bændum varðandi kaup á sauðum og hrossum og vörupöntun. Treystust þeir þá ekki til að greiða meira en 13 krónur fyrir vænstu sauði og 45 krónur fyrir hross. Þetta var lægra verð en bændur höfðu vænzt. Einnig færðust þeir undan að senda vörur fyrr en í september, aftóku þó ekki að senda þær með hrossaflutningaskipinu í ágúst. Seinni hluta júní voru haldnir fundir, svo að menn gætu endurskoðað pöntunarlista sína. Var ákveðið að draga mjög úr munaðarvörukaupum eins og kaffi og sykri. Fulltrúafundur var haldinn á Sauðárkróki 9. ágúst, um svipað leyti og hrossaflutningaskipið, Camoens, var þar. Þessi fundur var fyrst og fremst boðaður til þess að safna fé frá fulltrúum í uppskipunarkostnað, til þess að hægt væri að reikna út vöruverðið. Auk þess var kosinn nýr afhendingarmaður, Finnur Jónsson gullsmiður, í stað Vigfúsar og laun hans ákveðin. Þá var hálft húsið leigt Valgard Claessen frá 20. ágúst til Jónsmessu næsta ár og leigan ákveðin 30 krónur. Aðalfundur félagsins var haldinn að Víðimýri 4. september. Nýr uppskipunarstjóri hafði verið ráðinn í stað Vigfúsar Guðmundssonar. Var það Jón Guðmundsson í Brennigerði. Hann hafði þennan starfa á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.