Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 48

Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 48
48 GLÓÐAFEYKIR innar til þess að vekja félagið til lífsins, virðast menn hafa verið orðnir því fráhverfir. Verður nánar komið að því síðar. Hér á eftir fer yfirlit vfir innflutt vörumagn þriggja ára. Engir reikningar munu til yfir fyrsta árið, en nokkuð hefur verið sagt frá pöntun þess árs. Þá var pantað fyrir 20.000 kr. í Skagafirði keypti Coghill nálega 1000 fjár, og gaf 14-20 krónur fyrir kindina. Félagsdeildir 1885 verðhæð st. tal 1886 verðhæð st. tal 1887 verðhæð st. tal 1 Svínavatnshr. 4898.70 344 3762.38 302 5266.34 375 2 Sveinsst.hr. 2000.00 120 3 Torfalækjarhr. 2553.22 191 1995.98 152 4 Bólstaðarhl.hr. 9032.48 666 6703.12 545 6809.40 526’ 5 Engihlíðarhr. 2176.50 177 1962.60 165 6 Vindhælishr. 2016.15 153 2000.00 115 7 Hofshreppur 3234.00 154 4355.93 323 3428.97 287 8 Hólahreppur 5126.55 383 4503.30 364 2001.67 158 9 Viðvíkurhr. 3109.84 292 10 Akrahreppur 4654.73 333 3542.33 280 3139.80 275 11 Lýtingsst.hr. 5940.83 446 6094.32 492 5264.10 502 12 Seyluhr. 4311.15 311 3972.15 323 3776.40 335 13 Staðarhr. 2091.36 228 1526.43 119 2002.25 147 14 Sauðárhr. 4792.42 325 3045.64 237 3000.00 378 15 Skefilsst.hr. 3066.57 236 1738.27 137 715.10 58 16 Rípurhr. 2750.10 206 1976.85 164 Samtals 53.728.41 4000 45.199.47 3606 44.509.85 3720 Eins og þessir reikningar bera með sér, er pöntun árlega mismikil í ýmsum hreppum. Bólhlíðingar voru beztu stuðningsmenn félagsins alla tíð, þótt þeir að vísu — einir húnvetnskra deilda — gengju strax í Kaupfélag Skagfirðinga. Lýtingar verzluðu þar mikið, og verzlun Svínvetninga fór vaxandi. Verzlun hreppanna innbyrðis var líka misjafnlega mikil og fór yfirleitt heldur minnkandi. Arið 1886 og 1887 er hún þó svipuð. Meðalverð er líka töluvert misjafnt í hreppunum. Má af saman- burði sjá, að sumar deildir panta töluvert dýrari vörur en aðrar. Slíkur samanburður er þó alltaf ónákvæmur, þegar ekki er vitað urn magn einstakra vörutegunda, og því verður honum alveg sleppt hér. Þær vörur, sem menn pöntuðu einkum hjá Coghill, voru matvara. * Þetta ár eru Bólhlíðingar og Langdælir saman um pöntun, en hinir fyrrnefndu eiga vafalaust meginhlutann.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.