Glóðafeykir - 01.04.1979, Blaðsíða 50

Glóðafeykir - 01.04.1979, Blaðsíða 50
50 GLOÐAFEYKIR þennan vetur. Um haustið var Skagfirðingum veitt hallærislán úr landssjóði, sem nam 10.000 kr. Fengu allir hreppar lán, misjafnlega mikið, eftir því hve þeir höfðu orðið hart úti. Holts-, Akra- og Skefils- staðahreppar fengu mest, 1100 kr. Hofshreppi var úthlutað 900 kr. Vafalaust hefur dregið úr pöntunum við hina gífurlegu fjárskaða. Það er ennfremur sennilegt, að þetta áfall hafi valdið einhverri gremju út í Coghill, þótt fleira kæmi til. Mönnum var orðið fullkunnugt um, að pöntunarfélög þau, er verzluðu við Zöllner & Co., höfðu náð beztum kjörum haustið 1886. Annar keppinautur reyndist Coghill þó skæðari í fyrstu lotu. Hinn 28. desember 1887 var haldinn stjórnarfundur á Gunnsteins- stöðum. Voru allir sammála um að halda vörupöntun áfram „hjá Coghill eða Slimon næsta sumar, þó í smáum stíl verði, þar eð slik pöntun bæði miði til þess að lækka vöruverð hjá kaupmönnum, enda óvíst, að hjá þeim verði nægar vörubirgðir handa almenningi,“ eins og segir í gjörðabók félagsins. Skyldu vörurnar koma á Sauðárkrók á tímabilinu 20.-30. júní næsta sumar, og var lögð áherzla á það. Borgun átti að vera í sauðum eða peningum. En til þess að þetta gæti orðið, þurftu pantanir að vera komnar til Péturs Kristóferssonar á Stóruborg fyrir lok febrúar, „svo að þær geti orðið sendar áleiðis til herra kaup- manns Slimons í Leith með póstferðinni í marzmánuði.“ Þar með var tilboði Zöllners hafnað í bráð. Coghill hafði enn traust stjórnarinnar, en það dugði skammt. I Þjóðólfi birtist eftirfarandi bréfakafli, dags. 4. desember: Mikil hafa verið sauðakaupin hjer fyrir norðan í haust, og hefur Knudsen gefið bezt fyrir fjeð og selt matinn með beztu verði, enda býst jeg við, að hjer verzli fjöldi manna við hann að sumri, ef hann kemur aptur. Pöntun verður víst mjög lítil hjá Coghill, því að menn eru farnir að sjá, að það dregur illan dilk eptir sjer að binda sig strax að vorinu til að selja vissum fjárkaupmanni sauði sina að haustinu, því að þótt maturinn sje lánaður til litils tíma (GJ: vfir sumarið) þá er samt verzlunin með því móti hrein og bein skuldaverzlun. Jóhann C. Knudsen kom fyrst hingað til fjárkaupa 1884 og verzlaði þá við Kaupfélag Þingeyinga. Árið 1887 hóf hann fjárkaup í Skaga- firði. Munu Skagfirðingar hafa verzlað töluvert við hann það ár, eins og lýst er í bréfinu hér að framan. í ársbyrjun 1888 birtist í Þjóðólfi fréttabréf úr Skagafirði, dags. 8. janúar: Ekki er enn farið að bera á bjargarvandræðum manna á milli. því að flestir hreppar keyptu allmikið af kornmat hjá Knudsen fyrir hallærispeninga, og svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.