Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 64

Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 64
64 GLOÐAFEYKIR björg Sigurðardóttir frá Fossi á Skaga. Sjá þátt um Sigurjón á Skef- ilsstöðum í Glóðaf, 1970, ll.h. bls. 58. Vorið eftir hófu þau Gunnarog Margrét búskap á Skefilsstöðum, hluta af jörðinni, og bjuggu þannig nokkur fvrstu árin, en síðari árin á jörðinni allri. Gunnar reyndist dugnaðarbóndi og bætti bújörð sína að ræktun og húsakosti. Reisti m.a. óvenju vönduð fjárhús yfir 440 fjár ásamt votheyshlöðum yfir heyforða fyrir húsin. Fóðraði hann meiri hluta fjár síns á votheyi og gafst vel. Má telja hann braut- ryðjanda á þessu sviði hér í Skagafirði. Börn þeirra hjóna eru 5, og var það elzta ekki fullra 17 ára en hið yngsta 3ja ára, er faðir þeirra lézt. Börnin eru: Sigurður Viggó, Guðvarður Brynjar, Sigríður Marta, Guðriin Þórey og Ingibjörg. Gunnar átti sæti í hreppsnefnd Skefilsstaðahrepps, er hann dó. Tvö síðustu árin annaðist hann póstflutninga um Skefilsstaðahrepp, frá Sauðárkróki og út að Hrauni. Reyndist hann í því starfi frábærlega greiðvikinn við sveitunga sína með ýmsar útréttingar fyrir þá á Sauð- árkróki, sem kom sér mjög vel eins og samgöngum er háttað á Skaga. Gunnar var hár maður og fremur þrekinn, nokkuð stórskorinn í andliti. Hann var jafnan glaður og hlýr í viðmóti og drengur góður sem öllum, er honum kynntust, er mikil eftirsjá að. (Þátturinn tekinn saman að mestu af Gunnst. Steinss.). Björn Björnsson, bóndi í Borgargerði í Norðurárdal, lézt þ. 12. maí 1973. Hann var fæddur að Skíðastöðum á Laxárdal ytra 28. jan. 1892, þar sem foreldrar hans voru þá í húsmennsku. Var faðir hans Björn bóndi um hríð á Þorbjargarstöðum á Laxárdal, Björnsson hreppstj. á Hafragili, Gunnarssonar hreppstj. á Skíðastöðum, sem mikil ætt er frá komin. Móðir Björns í Borgargerði og kona Björns á Þorbjargarstöð- um var Guðrún Olafsdóttir bónda í Kálfárdal i Gönguskörðum, Rafnssonar, en kona Ólafs og móðir Guðrúnar var Sigríður Gunnars- dóttir hreppstj. á Skíðastöðum. Var Guðrún Ólafsdóttir alsystir Björns, er lengi bjó á Skefilsstöðum. Björn mun hafa alizt upp á Laxárdal ytra, hóf tvítugur búskap í Kálfárdal og bjó þar árið 1922-1923, ókvæntur, hvarf þá hingað upp í héraðið og fyrst í vist að Y7allanesi, en reisti bú að Torfmýri í Blöndu- Gunnar Guðvarðarson.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.