Glóðafeykir - 01.04.1979, Síða 65
GLOÐAFEYKIR
65
hlíð 1925 og bjó þar til 1934, þá á Kúskerpi til 1938, brá búi, fór að
Ulfsstöðum og var þar til heimilis nokkur ár, stundaði þá oft vega-
vinnu á sumrum, fór að búa í Borgargerði 1945 og bjó þar síðan meðan
heilsa og kraftar leyfðu. Þar undi hann sér
vel með þungan nið Norðurár í eyrum. Hann
unni þessu dalabýli, hafði ríkan hug á að
bæta það og var mikið í mun, að það mætti
haldast í byggð eftir sinn dag.
Björn var tvíkvæntur. Árið 1924 (eða 25)
kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur bónda í
Bakkakoti í Vesturdal, Jónassonar bónda og
læknis á Tunguhálsi, Jónssonar, og konu
hans Helgu Hjálmarsdóttur bónda í Bakka-
koti, Árnasonar, en móðir Helgu og kona
Hjálmars var Guðrún, dóttir Stefáns bónda í
Flatatungu, Guðmundssonar. Guðrún var
áður gift Sveini Sigurðssyni, síðast bónda í Bakkakoti (sjá þátt um
hann í Glóðaf. 1971, 12. h. bls. 65), en þau skildu. Fjögur eru börn
þeirra Björns: Jónas, bóndi í Meðalheimi á Svalbarðsströnd, kvæntur
Auði Einarsdóttur, Jón Hilmar, trésmiður í Hveragerði, kvæntur
Borghildi Þorleifsdóttur, Sigurður Þorsteinn, klæðskeri í Reykjavík,
kvæntur Sigurlaugu Eðvaldsdóttur og Guðrún Björg, gift Jóhanni Waage,
trésmið í Borgarnesi. Síðari kona Björns var þýzkrar ættar og tók
sér nafnið Kristín Helena, er hún hlaut ísl. ríkisfang. Börn þeirra eru 4,
ógift og eiga enn (1973) heima í Borgargerði: Björn Gústaf Guðrún,
Sigríður Hugrún og Heiðar Borgar. Áður hafði Björn eignazt dóttur, utan
hjónabands, með Ragnheiði, alsystur Guðrúnar, fyrri konu sinnar. Er
það Hulda, húsfr. á Sauðárkróki, gift Lúðvík Hjálmarssyni.
Björn í Borgargerði var meðalmaður vexti, hvatlegur í hreyfingum,
rjóður í andliti og fullur að vöngum, augnaráðið fjörlegt og lifandi,
svipurinn glaðlegur, Hann var vaskur maður og duglegur og lagði sig
allan fram um að sjá sér og sínum farboða. Hann var verklaginn og
mesti þrifamaður. Björn var allvel greindur en fljóthuga nokkuð á
stundum. Eigi verður sagt að hann væri að öllu hamingjumaður í
hjúskaparmálum, því að sundur bar með honum, er á leið, og konum
hans báðum. En þar dró honum drjúgt að hann var frá fyrsta fari
glaður sveinn og gæddur trú á lífið, enda léttur jafnan í máli og
gamansamur og hafði yndi af viðræðum við aðra.
Mynd birtist
í næsta blaði