Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 12

Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 12
12 GLÓÐAFEYKIR af félagssvæðinu, þegar félagsmaður hefur náð háum aldri o.i.frv. Kaupfélög hafa nú starfað hér á landi í meira en öld, vanmáttug í fyrstu en hafa eflst með ári hverju og eru nú orðin stórveldi í þjóðfélaginu. Vonandi heldur sú þróun áfram, til heilla fyrir land og lýð. 2. verðlaun Guðrún Árnadóttir, Eyhildarholti. Fræðslunefnd Kaupfélags Skagfírðinga efndi til ritgerðasamkeppni í tilefni af 100 ára afmæli samvinnuhreyFingarinnar á íslandi, og gaf þeim unglingum kost á að taka þátt í þeirri ritgerðasamkeppni, sem fæddir eru árið 1968, en efni ritgerðarinnar er framangreind spurning, ’Hvað er kaupfélag?’ Nú ræður það af líkum, að 14 ára unglingur hefur ekki mikið kynnst starfsemi eða starfsháttum kaupfélaga, né brotið slík^ spurningu til mergjar, sem hér á um að fjalla. Þess vegna hlýt ég í þeim fáu orðum, sem ég mun festa hér á blað, styðjast að mestu við það, sem ég hef um þetta efni lesið, og aðrir fjallað um. Það skal þó tekið fram, að ég er alin upp á sveitaheimili, þar sem samhjálp og samvinna hefur verið um flesta hluti, bæði utanhúss sem innan. Þá má nefna að foreldrar mínir hafa verið ólöt að prédika yFir mér gildi samvinnustefnunnar og aFi var mikill baráttumaður fyrir vexti og viðgangi kaupfélagsins, og mikilvægi þess fyrir héraðið og það fólk, sem hér býr. Er ekki ólíklegt að eitthvað af þessu hafi óafvitandi siast inni í hug minn. Hér á borði fyrir framan mig, liggur bæklingur er ber heitið „í kaupfélaginu, hvers vegna?” Undirtitlar þessa bæklings eru m.a. þessir: 1. Hvers vegna verslum við í kaupfélaginu? 2. í kaupfélaginu fáum við vörur á sannvirði, 3. Kaupfélaginu stjórnum við sjálf, 4. Kaupfélagið eigum við sjálf, og 5. Tekjuafgangur kaupfélagsins tilheyrir félagsmönnum. Hér er raunar rætt um kjarna samvinnustarfsins. En fleira kemur til. Vil ég nefna nokkra þætti, sem ég tel að haFi afgerandi áhrif á það, hvers vegna ég tel að sem flestir geti aðhyllst samvinnustefnuna, og þá um leið verið félagsmenn í kaupfélagi.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.