Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 12

Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 12
12 GLÓÐAFEYKIR af félagssvæðinu, þegar félagsmaður hefur náð háum aldri o.i.frv. Kaupfélög hafa nú starfað hér á landi í meira en öld, vanmáttug í fyrstu en hafa eflst með ári hverju og eru nú orðin stórveldi í þjóðfélaginu. Vonandi heldur sú þróun áfram, til heilla fyrir land og lýð. 2. verðlaun Guðrún Árnadóttir, Eyhildarholti. Fræðslunefnd Kaupfélags Skagfírðinga efndi til ritgerðasamkeppni í tilefni af 100 ára afmæli samvinnuhreyFingarinnar á íslandi, og gaf þeim unglingum kost á að taka þátt í þeirri ritgerðasamkeppni, sem fæddir eru árið 1968, en efni ritgerðarinnar er framangreind spurning, ’Hvað er kaupfélag?’ Nú ræður það af líkum, að 14 ára unglingur hefur ekki mikið kynnst starfsemi eða starfsháttum kaupfélaga, né brotið slík^ spurningu til mergjar, sem hér á um að fjalla. Þess vegna hlýt ég í þeim fáu orðum, sem ég mun festa hér á blað, styðjast að mestu við það, sem ég hef um þetta efni lesið, og aðrir fjallað um. Það skal þó tekið fram, að ég er alin upp á sveitaheimili, þar sem samhjálp og samvinna hefur verið um flesta hluti, bæði utanhúss sem innan. Þá má nefna að foreldrar mínir hafa verið ólöt að prédika yFir mér gildi samvinnustefnunnar og aFi var mikill baráttumaður fyrir vexti og viðgangi kaupfélagsins, og mikilvægi þess fyrir héraðið og það fólk, sem hér býr. Er ekki ólíklegt að eitthvað af þessu hafi óafvitandi siast inni í hug minn. Hér á borði fyrir framan mig, liggur bæklingur er ber heitið „í kaupfélaginu, hvers vegna?” Undirtitlar þessa bæklings eru m.a. þessir: 1. Hvers vegna verslum við í kaupfélaginu? 2. í kaupfélaginu fáum við vörur á sannvirði, 3. Kaupfélaginu stjórnum við sjálf, 4. Kaupfélagið eigum við sjálf, og 5. Tekjuafgangur kaupfélagsins tilheyrir félagsmönnum. Hér er raunar rætt um kjarna samvinnustarfsins. En fleira kemur til. Vil ég nefna nokkra þætti, sem ég tel að haFi afgerandi áhrif á það, hvers vegna ég tel að sem flestir geti aðhyllst samvinnustefnuna, og þá um leið verið félagsmenn í kaupfélagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.