Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 47

Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 47
GLÓÐAFEYKIR 47 stöðum hér um slóðir, nam og á þeim árum járnsmíði hjá Sölva Jónssyni járnsmið á Sauðárkróki, en lauk eigi prófi í þeirri iðn. Björn kvæntist Ingibjörgu Jósafatsdóttur síðast bónda á Syðri-Hofdölum Guðmunds- sonar og konu hans Margrétar Ólafsdóttur. Var Ingibjörg alsystir Sigurlaugar, (sjá Glóðafeyki 1973, 14. h. bls. 69.), og þeirra mörgu systkina, sem nú eru flest látin. Fyrstu árin voru ungu hjónin til heimilis á Hofdölum en árið 1919 reistu þau bú í Hátúni á Langholti og bjuggu þar 2 ár, en slepptu þá búi og fóru í húsmennsku að Glaumbæ, hófu aftur búskap 1922 og þá á Breiðstöðum í Gönguskörðum, en bjuggu þar aðeins eitt ár, reistu nýbýlið Sanda á framanverðri Borgareyju í Rípurhreppi 1923 og bjuggu þar til 1926, en brugðu þá búi og fóru í húsmennsku að Hellulandi. Eigi bjuggu aðrir eftir þau hjón á Söndum. Skammt varð í dvöl þeirra á Hellulandi, fluttu þau brátt til Sauðárkróks og áttu þar heima æ síðan. Björn missti konu sína í ársbyrjun 1938. Börn þeirra eru þrjú: Hafsteinn, hinn þjóðkunni miðill, Reykjavík, Valgarður Einar, bifvélavirki hjá K.S. á Sauðárkróki og Guðrún, húsfreyja á Akureyri. Öll eru börnin vel gerð og myndarleg. „Með Birni hefur dvalist í mörg ár og allt loka Ingibjörg Sigvaldadóttir og átti hann með henni einn son, Oskar Braga, sem nú er látinn.” (Sr. G.G.). Björn Skúlason var fæddur í fátækt og fátækur var hann fram eftir ævi. Hann var ekki hjónabandsbarn og mun lítið hafa af föður sínum haft að segja. Hann vann fjölda ára hjá Vegagerð ríkisins og stjórnaði veghefli. Hann var einstakur hagleiksmaður við hvað sem fékkst. Honum lá allt í augum uppi, það er vélar alls konar áhrærði og var einn af hinum fyrstu hér um slóðir, er tóku bílstjórapróf. Hann var fljótur að sjá og finna kosti og galla hesta. Fullyrða má, að hann hafí verið einn af allra lagnustu og bestu hestamönnum í Skagafirði um sína daga. Björn var einn af stofnendum hestamannafélagsins Léttfeta á Sauðárkróki. Hann lærði vönun hesta hjá dýralækni, stundaði lengi og heppnaðist jafnan með ágætum. Björn Skúlason var lágvaxinn maður en þrekvaxinn, átakasnarpur, hraustur og harðfengur og eigi alltaf fyrirlátssamur framan af árum. Hann var bráðvel gefinn, glaðlyndur og eigi vílsamur, skemmtilegur í Björn Skútason

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.