Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 32

Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 32
32 GLÓÐAFEYKIR vesti o.s.frv. Að jafnaði var saumakona einn dag með buxurnar, er nokkurri þjálfun var náð og við það var verð á þeim og öðrum flíkum miðað. Auk vinnunar var efniskostnaður náttúrlega talsverður og er allt kom saman kostuðu fötin röskar 60 krónur á upphafsárum starfseminnar. Þau fimmtán ár sem saumastofan starfaði unnu allmargar stúlkur þar, um eða yfir tuttugu. Sumar voru stutt, tæplega árið. Flestar voru þó nokkur ár, fjögur, fimm, sjaldan lengur en sex. Sumar unnu hluta ársins og þá oftast á veturna. Lengst voru þar María Sveinsdóttir í tólf ár og Gunnfríður Sigurðardóttir sem vann á stofunni öll árin fimmtán. Saumastofan var sett á stofn í þann mund sem vélvæðing í fatagerð var að stóraukast. Henni var því ekki langra lífdaga auðið. Gagnsemi hennar var þó ótvíræð. Hún bætti nokkuð úr næsta aumlegu atvinnuástandi. Skagfirðingar þurftu heldur ekki lengur að fara til Akureyrar eða lengra til að sækja sparifötin eða yfirhafnir. Þau voru brátt til á nálega hverju heimili, jafnvel á alla fjölskylduna. Fötin frá Ásgrími þóttu og prýðilega vönduð og fara mjög vel, fóru enda víða þótt mest væri selt í heimahéraði. Þeirra nutu Skagfirðingar vel, sumir lengi eftir að stofunni var lokað. HEIMILDIR: Fundargerðir aðalfunda og stjórnarfunda K.S. 1936 - 1952 og eftirtalið starfsfólk saumastofunnar: Ásgrimur Sveinsson. Erla Guðjónsdóttir, Guðbjörg Hjálmarsdóttir. Hólmfríður Sveinsdóttir, María Sveinsdóttir, Sigrún Snorradóttir, Sigurlaug Antonsdóttir, og Svanlaug Pétusdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.