Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 68
68
GLÓÐAFEYKIR
Svo einkennilega vildi til, að Magnús var að ganga til fundar við
stjórn Héraðsskjalasafnsins að kvöldi dags til þess að ræða við hana
um tilhögun vísnakeppninnar, er hann hneig niður örendur, rétt
kominn á leiðarenda.
Magnús Bjarnason var í lægrapieðallagi á vöxt,hvatlegur í sporiog
gekk jafnan hratt; fríðleiksmaður í sjón, svipurinn ávallt hýr og
glaðlegur, prúður maður í hvívetna og einstakt snyrtimenni. Hann
fylgdist af áhuga með öllum félagsmálum og stefnum, er hátt bar
hverju sinni. Hann var greindur maður og vel að sér á marga grein,
einkum í sögu og þjóðlegum fróðleik, merkur maður og hinn besti
drengur.
Jón Björnsson, verkstjóri á Sauðárkróki, varð bráðkvaddur 13.
nóvember 1975.
Hann var fæddur á Ytri-Húsabakka í Seyluhreppi 9. janúar 1916,
sonur Björns bónda þar, Pálmasonar bónda s.st., Björnssonar bónda
og hreppsstjóra að Asgeirsbrekku í Við-
víkursveit, Pálmasonar, og konu hans
Sigurbjargar Jónsdóttur Ósmanns hins
þjóðkunna ferjumanns í Utanverðunesi,
Magnússonar bónda þar, Arnasonar, og
konu hans Sigurbjargar Guðmundsdóttur.
Jón Ósmann, faðir Sigurbjargar á Húsa-
bakka, drukknaði í Vesturósi Héraðsvatna
24. apríl 1914, en faðir Ingibjargar, konu
Pálma á Húsabakka og tengdamóður
Sigurbjargar, Grímur bóndi Grímsson á Egg
í Hegranesi, drukknaði í Héraðsvötnum -
Vesturvötnum - skammt fyrir utan Ytri-
Húsabakka, 29. júlí 1972; heitir það síðan Grímsáll.
Jón missti foreldra sína er hann var innan við fermingaraldur,
móður sína 1927 og föður sinn 1929. Fór hann þá til systkinanna í
Utanverðunesi, Magnúsar og Sigurbjargar, en þau systkin og
Sigurbjörg á Húsabakka, móðir Jóns, voru systkinabörn. I Nesi var
hann viðurloða til fullorðinsára,en vann þó einnig annars staðar, er
nær dró tvítugsaldri, bæði á Sauðárkróki og Siglufirði. Heima í Nesi
stundaði hann allmjög veiðiskap, bæði á sjó og landi, og var hin mesta
aflakló, bæði á fugl og fisk. Helst með honum rík hneigð til
veiðimennsku alls konar alla ævi. Snemma bar á því, að Jón væri