Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 62

Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 62
62 GLÓÐAFEYKIR forstöðumanns Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og konu hans Þóru Magnúsdóttur Guðmundssonar ráðherra. Batt Árni mikið ástríki við þessi bróðurbörn sín og ánafnaði þeim jörðina eftir sinn dag. Sjálfur dvaldist Pétur heima í Keflavík hvenær sem mátti því við koma sakir embættisanna, átti þar og skepnur og studdi Árna bróður sinn með margvíslegum hætti. Árni Gunnarsson var í hærra lagi á vöxt, mikill í herðum, burðamaður góður. Hann var frekar dökkur á hörund, eigi smáfríður en vandist vel, hýrlegur, stundum barnslegur, glaður í viðræðu og ljómaði svipurinn er talið barst að því, sem honum var hugleikið. Annars var hann fáskiptinn og fámáll, hafði sig lítt í frammi og sótti sjaldan mannfundi, en batt huga og hönd við heimili sitt og heimastörf. Jón Friðbjarnarson, verkamaður og smiður á Sauðárkróki, lést 1. október 1975. Hann var fæddur að Rauðaskriðu í Aðaldal 27. júlí 1897, sonur U Friðbjarnar bónda þar og konu hans Rósu Sigurbjarnardóttur, er bæði voru þing- eyskra ætta. Jón óx upp með foreldrum sínum, en fór ^ ungur að heiman til að vinna fyrir sér, var » s t* allmörg ár á Víkingavatni í Kelduhverfi og ráðsmaður þar um skeið hjá Birni bónda Þórarinssyni og konu hans Guðrúnu Hall- 'v grímsdóttur. Batt hann miklar tryggðir við Jk það heimili og nefndi íbúðarhús sitt, er hann V síðar reisti á Sauðárkróki, Víkingavatn. Jón Friðbjarnarson Vestur hingað til Skagafjarðar hvarf Jón árið 1933. Það hið sama ár kvæntist hann Hrefnu Jóhannsdóttur bónda á Kjartansstöðum á Lang- holti, Sigurðssonar bónda á Sæunnarstöðum í Hallárdal vestur, Finnbogasonar bónda á Kirkjubóli, Sigurðssonar, og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur bónda á Löngumýri, Magnússonar bónda í Ytra-Vallholti, Þórðarsonar, og fyrri konu hans Þorbjargar Þorvarðardóttur bónda á Skinþúfu (nú Vallanes), Oddsonar. Fyrstu hjúskaparár sín tvö voru þau Jón og Hrefna í húsmennsku á Kjartansstöðum, en fluttu árið 1935 til Sauðárkróks og áttu þar heima
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.