Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 30

Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 30
30 GLÓÐAFEYKIR eftir því sem verkefni er fyrir hendi.” Síðasti fundurinn um málefni saumastofunnar var í janúar áriðeftir. Þar upplýsti Ásgrímur klæðskeri að starfsstúlkurnar vildu ekki „sætta sig við að vinna án kaups eða tryggingar. Þó muni þær vinna næsta mánuð og samþykkir stjórnin að ábyrgjast kauptryggingu til þeirra fyrir febrúar enda er talið nægilegt verkefni fyrir þann tíma.” Þar með var starfi saumastofunnar lokið. Sem fyrr er getið voru aðallega saumuð jakkaföt á stofunni. Var nóg að starfa við það fyrstu tvö árin. Létu flestir sýslubúar sauma á sig m.a.s. komu Siglfirðingar talsvert á Krókinn til að fá sniðin á sig föt. Sumir fengu sér ný árlega og komu þá jafnan með efni sjálfir og létu sauma úr því. Mest var þó saumað úr Gefjunarefni og þau föt öll fremur svipuð að áferð og litum. En flestir létu föt sín duga vel, sumir notuðu ein, aðrir komu einu sinni aftur. Það þurfti að nota takmarkaða fjármuni í fleira. Því var brátt farið að sauma dragtir, kápur og frakka enda nægur markaður fyrir slíkan fatnað. Um leið var fjölgað á stofunni og munu tíu konur hafa unnið þar þegar flest var, þó ekki allar verið í fullu starfi. Er líða tók á stríðsárin fór að skorta útlend efni sem notuð voru í Gefjuni til blöndunar við ullina. Dró það talsvert úr sparifatasaumaskapnum. Var þá gripið til þess ráðs að sauma reiðbuxur á lager úr brúnu þykku efni sem nóg var til af. Þær urðu vinsælar mjög og enda notaðar af Skagfirðingum fram á síðustu ár. Þegar farið var að framleiða föt í verksmiðjum var séð hvert stefndi. Því var nokkuð hugað til annarra leiða svo halda mætti rekstri stofunnar áfram. Innan stjórnarinnar virðist áhugi hafa verið mestur fyrir vinnufatagerð sem Ásgrímur klæðskeri taldi hæpið að reyna. Hann lagði hinsvegartil að saumaðar skyldu úlpur á lager. Af hvorugu varð þó og aðrar hugmyndir virðast ekki hafa verið reifaðar. Lagðist starfsemin því niður snemma árs 1952. Vélakostur var lítill á saumastofunni. í byrjun voru keyptar fimm Singervélar, allar fótstignar. Þær voru notaðar allan tímann og ekki bætt við. All-löngu síðar var keypt vél sem stakk horn og kraga og gerði hnappagöt. Svo má náttúrulega ekki gleyma pressujárninu stóra og þunga. Allt var pressað í höndunum og mestallt saumað. Eftir að Ásgrímur klæðskeri hafði mælt og sniðið tóku stúlkurnar við og saumuðu innan á allt fóður, kraga og allan saum sem inn sneri. Aðeins utanásaumur var í Singervélunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.