Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 41
GLOÐAFEYKIR
41
oddviti fast að þrem áratugum, sat um árabil í skattanefnd. Hann mun
hafa verið fyrsti starfsmaður Sparisjóðs Hólahrepps, er stofnaður var
árið 1910 að tilhlutan Jóns Friðfinnssonar, föðurbróður Friðbjarnar
merkismanns, sem jafnan hafði fylgt fjölskyldu Trausta og síðan
Friðbirni til dauðadags. Starfaði Friðbjörn meir og minna við
sparisjóðinn löngum stundum og var gjaldkeri sjóðsins, að vísu ekki
óshrið, allt fram á áttræðisaldur. Lét hann sér ákaflega annt um þessa
mikilsverðu stofnun, sem í tímans rás hefur reynst mörgum manni,
innan sveitar og utan, mikil hjálparhella. Enn er þess að geta, að
Friðbjörn var um árabil í stjórn Kaupfélags Austur-Skagfirðinga.
Hann var og bæði oft og lengi endurskoðandi reikmnga ýmissa
stofnana, m.a. Búnaðarsambands Skagfirðinga. Þá annaðist hann
árum saman veðurathuganir fyrir Veðurstofu Islands, sá lengi um
bréfhirðingu og reikningshald fyrir símstöðina á Hólum.
Friðbjörn var gæddur ríkri hljómlistargáfu og lærði ungur að leika á
orgel. Var söngkennari við Hólaskóla um 40 ára skeið og jafnlengi eða
lengur organisti og söngstjóri við dómkirkjuna á Hólum. Eyddi hann
ærnum tíma til æfínga með kirkjukórnum og hafði af mikla ánægju.
Enda þótt Friðbjörn Traustason væri önnum kafinn alla ævi að
kalla og hefði eigi fyrir heimili að sjá, þá fannst honum sjálfum fátt um.
Þótt hann innti af hendi fjölda starfa af fyllstu samviskusemi og veitti
mörgum manni margháttaða aðstoð og fyrirgreiðslu, þótti honum sem
hann ynni til lítilla nytja. I samræmi við þetta var og það, hversu lítilla
launa hann ætlaðist til fyrir vinnu sína. Hann hugsaði aldrei í
tímakaupskrónum. Vinnugleðin, sú fullnæging og ánægja, sem í því
felst að inna samviskusamlega af hendi hvert það verkefni, sem að
höndum ber, - þetta voru löngum drýgstu verkalaunin. Hann hafði
nóg fyrir sig að leggja. Annars og meira var eigi krafist. Hann var
einhleypingur alla ævi, reglusamur og hófsemdarmaður um alla hluti.
Skapgerðin var hlaðin ríkum andstæðum. Hann var gæddur miklum
lífsþrótti og hljóðlátri lífsgleði. Þó var hann alvörumaður, en ör í lund
og geðríkur, uppstökkur og kappdrægur, en stillti þó skapi sínu vel,
tilfinningamaður og viðkvæmur, þoldi illa mótgerðir. Hann var dulur
að eðlisfari og fáskiptinn, naut sín best í fámennum hópi góðra vina.
Þó var hann félagslyndur og frjálshuga, áhugamaður um
samvinnumál og stjórnmál og hafði af þeim veruleg afskipti.
Friðbjörn kvæntist eigi né átti börn og var, er aldur færðist yfir
einstæðingur með nokkrum hætti og mun hafa fundið til þess, þótt eigi