Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 25

Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 25
GLÓÐAFEYKIR 25 1955, en hafði áður lokið gagnfræðaprófi. Hann starfaði nokkur sumur hjá Kaupfélagi Patreksfjarðar og sumarið 1954 hjá fjármáladeild S.Í.S. í Reykjavík. Hann vann í sjódeild og síðan í bókhaldi Samvinnutrygginga 1955 - 1960. Hann gerðist kaupfélags- stjóri Samvinnufélags Fljótamanna í Haganesvík árið 1960 og gegndi því starfi til ársins 1963, er hann var ráðinn fulltrúi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga. Því starfi gegndi hann til ársins 1972, er hann þann 1. júlí það ár tók við stöðu kaupfélagsstjóra þess félags úr höndum Sveins Guðmundssonar, og það starf hafði hann á höndum til dauðadags. Geta má þess, að Helgi Rafn átti sæti í stjórn Kjötbúðar Siglufjarðar 1960 - 1963, í stjórn Framleiðsluráðs landbúnaðarins átti hann sæti frá 1973, í stjórn Mjólkursamlags Kf. Skagfirðinga frá 1973 og í sláturhúsráði kaupfélagsins frá stofnun þess. Hann átti sæti í stjórn Fiskiðju Sauðárkróks frá 1973 og endurskoðandi hennar nokkur ár þar á undan, formaður stjórnar þess fyrirtækis varð hann 1978. í stjórn Kaupfélagsstjórafélagsins átti hann sæti 1973 - 1975. Hann sat um tíma í Markaðsráði samvinnufélaganna og í stjórn Tryggingasjóðs innlánsdeilda samvinnufélaga. Hann átti sæti í stjórn Landflutninga hf. árum saman, stjórnarformaður í upphafi og aftur 1981 til dauðadags. Helgi Rafn var varamaður í stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga um árabil til dauðadags. Auk framantalinna starfa hlóðust á Helga Rafn ýmisleg trúnaðarstörf önnur, og skulu þau helstu nefnd hér. Hann átti sæti í stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar 1964 - 1972 og hafði áður unnið nokkuð að íþróttamálum í Reykjavík. Hann var formaður hátíðanefndar, sem undirbjó minningarháMð um 100 ára búsetu á Sauðárkróki 1971. Formaður í stjórn félagsheimilisins Bifrastar var hann 1972 - 1973. Hann var formaður rafmagnsveitunefndar Sauðárkrókskaupstaðar 1966- 1978. Þá ber að geta þess eigi hvaðsíst, að hann var formaður sóknarnefndar Sauðárkrókskirkju frá 1972 til dauðadags. Hann rækti það starf af mikilli alúð og dugnaði og átti þar með þátt í að gera kirkjunni ýmislegt til góða, enda mun hann hafa verið einlægur trúmaður, sem vildi sýna kristinni kirkju tilhlýðilega virðingu. Ungur hóf Helgi Rafn störf á vegum samvinnuhreyfingarinnar, og aðalstörfin í lífi hans - hans skömmu ævi - voru helguð samvinnuhreyfingunni. Þar hefir hann ætíð reynst trúr og traustur liðsmaður, enda hlaut hann trúnað í samræmi við þá reynslu. Stjórnarmenn Kaupfélags Skagfirðinga hafa góðar endurmir.ningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.