Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 51

Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 51
GLÓÐAFEYKIR 51 Gunnar ólst upp við eljusemi, dugnað og forsjálni foreldra sinna beggja og naut þess alla ævi. Hann unni æskuheimili sínu heitum huga, batt órofa tryggð við þessa dalajörð og vildi eigi þaðan víkja, hvað sem á dundi. Árið 1924 hvarf hann að vísu með foreldrum sínum ofan að Bólu og var þar viðurloða nokkur ár. Um 1930 hóf hann bUstjórn og stundaði akstur vörubíla öðrum þræði lengstum eftir það; gerðist fyrstur manna mjólkurbílstjóri í Akrahreppi og stundaði það starf um hríð. Árið 1937 reisti Gunnar bú á Fremri-Kotum. Um svipað leyti kvæntist hann Sigurlaugu Stefánsdóttur bónda í Gundargerði í Blönduhlíð og síðar á Kúskerpi, Jónssonar síðast lengi vinnumanns á Reynistað, Eiríkssonar bónda á Bjamargili í Fljótum, Jónsonar, og konu hans Steinunnar Jónsdóttur, alsystur Guðmundar frá Stapa, (sjá Glóðaf. 1971, 12. h. bls. 44). Á Kotum bjuggu þau Gunnar og Sigurlaug meðan honum entist aldur. Böm þeirra em 5: Arnbjörg Steinunn, húsfreyja í Garðshorni í Kræklingahlíð, Valdimar Helgi, bílstjóri og bóndi á Fremri-Kotum, Guðmundur Kári, bílvirki á Sauðárkróki, Reynald Smári, bílvirki í Stykkishólmi og Jón Steinar, heima á Kotum. Þeim Gunnari og Sigurlaugu búnaðist vel á Kotum. En í sláttarbyrjun 1954, hinn 6. júlí, urðu þau fyrir óskaplegu áfalli: ægileg skriða hljóp á jörðina, tún og engjar fóru undir aur og grjót, hús skemmdust og ófært varð að kalla heim að bænum. Gunnar var að heiman við akstur, Sigurlaug ein í bænum með börnin. Gunnar braust heim við illan leik. Hann hafði aldrei mörg orð. En nærri má fara um tilfinningar hans. Vart mun nokkmm hafa komið til hugar, þeim er þama fóm fyrstir um eftir að ósköpin dundu yfir, að á Kotum yrði búið framar. En þá sýndi Gunnar best, hvílíku æðruleysi og þreki hann var gæddur. Ekkert var honum fjær skapi en að gefast upp. Fremri- Kot risu bókstaflega úr rústum. Hús voru reist, land rutt og ræktað, berar og naktar aurskriður græddar. Gunnar fékk að vísu vemlegan tjárstyrk til að bæta spjöllin, er hinar ægilegu hamfarir ollu. En það var þó fyrst og fremst kjarkur og áræði sjálfs hans og konunnar, þrautseigja þeirra og órofa tryggð hans við æskustöðvar, sem sköpum skipti - að dásamlegum gróðurmætti íslenskrar náttúru. Fremri-Kot eru næsti bær við Öxnadalsheiði að vestan. Gunnar átti mörg spor á heiðinni til hjálpar og aðstoðar ferðamönnum, þeim er í hrakningum lentu. Og fyrir kom, að hann heimti mannslíf úr helju. Þá var hlýtt og gott að koma heim að Kotum. Þar var raunar alltaf gott að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.