Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 53

Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 53
GLÓÐAFEYKIR 53 henni síðar. Lifir hún mann sinn ásamt dætrum sínum þrem, er hún hafði eignast áður en hún giftist Sigurði. Eftir 1950 bjuggu þeir bræður á Sveinsstöðum, Sigurður og Björn og átti hvor sinn helming jarðarinnar. Eftir 1960 reisti Sigurður nýbýli á sínum helmingi, flutti þangað 1964 og kallaði Stekkjarholt, átti þar heima æ síðan en var hættur búsýslu fyrir nokkrum árum fyrir sakir heilsubrests. Húgur hans hafði snemma beinst að vélum, tók bílpróf um tvítugsaldur, vann með skurðgröfu og dráttarvél við jarðabætur, ók mjólkurbíl um tíma. Hann var hagur á hendur og vann löngum nokkuð við smíðar. Síðustu sumrin var hann safnvörður í Glaumbæ. Sigurður Egilsson var meðalmaður á vöxt, myndarmaður í sjón; dökkhærður, svipurinn íhugull og greindarlegur, augun fjörleg og vottaði stundum fyrir stríðnisglampa. Sigurði var margt vel geFið. Hann var víðlesinn og stálminnugur, hafði mætur á sagnfræði og ljóðlist, kunni ógrynni kvæða og vísna og hafði á hraðbergi hvenær sem var. Hann var ritfær og vel máli farinn, naut þess að deila um stjórnmál og hvaðeina sem hátt bar hverju sinni, en allt var það græskulaust. Sigurður var tilFinningamaður, ör í lund og ölkær nokkuð svo, snöggur í geði en eigi langrækinn, glaður og hlýr í viðmóti, drengur góður og fór með hreinan skjöld af þessum heimi. Guðrún Árnadóttir, skáldkona frá Lundi, fv. húsfreyja á Mallandi á Skaga o.v., lést hinn 22. ágúst 1975. Hún var fædd að Lundi í Stíflu 3. júní 1887, og kenndi sig síðarsem rithöfundur við þetta bernskuheimili sitt. Foreldrar hennar voru Árni, lengi bóndi á Mallandi hinu syðra á Skaga og síðast í Neðra-Nesi, Magnús- son, og kona hans Baldvina Ásgrímsdóttir; um ætterni Guðrúnar segir í þætti um eigin- mann hennar, Jón ÞorFinnsson, íGlóðafeyki 1970, 11. h„ bls. 68. Guðrún ólst upp með foreldrum sínum og mörgum systkinum, fyrst í Lundi til 1898, þá í Enni á Höfðaströnd til 1903 og loks á Mallandi. Urh tvítugsaldur fór hún í kaupavinnu fram í Skagafjörð og síðan að Þverárdal á Laxárdal fremra. Þar kynntist hún mannsefninu sínu, Jóni Þorfiimssyni', giftust þau árið 1910. Um búskaparferil þeirra Jóns og Guðrúnar má
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.