Glóðafeykir - 01.04.1984, Side 53

Glóðafeykir - 01.04.1984, Side 53
GLÓÐAFEYKIR 53 henni síðar. Lifir hún mann sinn ásamt dætrum sínum þrem, er hún hafði eignast áður en hún giftist Sigurði. Eftir 1950 bjuggu þeir bræður á Sveinsstöðum, Sigurður og Björn og átti hvor sinn helming jarðarinnar. Eftir 1960 reisti Sigurður nýbýli á sínum helmingi, flutti þangað 1964 og kallaði Stekkjarholt, átti þar heima æ síðan en var hættur búsýslu fyrir nokkrum árum fyrir sakir heilsubrests. Húgur hans hafði snemma beinst að vélum, tók bílpróf um tvítugsaldur, vann með skurðgröfu og dráttarvél við jarðabætur, ók mjólkurbíl um tíma. Hann var hagur á hendur og vann löngum nokkuð við smíðar. Síðustu sumrin var hann safnvörður í Glaumbæ. Sigurður Egilsson var meðalmaður á vöxt, myndarmaður í sjón; dökkhærður, svipurinn íhugull og greindarlegur, augun fjörleg og vottaði stundum fyrir stríðnisglampa. Sigurði var margt vel geFið. Hann var víðlesinn og stálminnugur, hafði mætur á sagnfræði og ljóðlist, kunni ógrynni kvæða og vísna og hafði á hraðbergi hvenær sem var. Hann var ritfær og vel máli farinn, naut þess að deila um stjórnmál og hvaðeina sem hátt bar hverju sinni, en allt var það græskulaust. Sigurður var tilFinningamaður, ör í lund og ölkær nokkuð svo, snöggur í geði en eigi langrækinn, glaður og hlýr í viðmóti, drengur góður og fór með hreinan skjöld af þessum heimi. Guðrún Árnadóttir, skáldkona frá Lundi, fv. húsfreyja á Mallandi á Skaga o.v., lést hinn 22. ágúst 1975. Hún var fædd að Lundi í Stíflu 3. júní 1887, og kenndi sig síðarsem rithöfundur við þetta bernskuheimili sitt. Foreldrar hennar voru Árni, lengi bóndi á Mallandi hinu syðra á Skaga og síðast í Neðra-Nesi, Magnús- son, og kona hans Baldvina Ásgrímsdóttir; um ætterni Guðrúnar segir í þætti um eigin- mann hennar, Jón ÞorFinnsson, íGlóðafeyki 1970, 11. h„ bls. 68. Guðrún ólst upp með foreldrum sínum og mörgum systkinum, fyrst í Lundi til 1898, þá í Enni á Höfðaströnd til 1903 og loks á Mallandi. Urh tvítugsaldur fór hún í kaupavinnu fram í Skagafjörð og síðan að Þverárdal á Laxárdal fremra. Þar kynntist hún mannsefninu sínu, Jóni Þorfiimssyni', giftust þau árið 1910. Um búskaparferil þeirra Jóns og Guðrúnar má

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.