Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 20

Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 20
20 GLÓÐAFEYKIR yfirskattanefnd hætti störfum. Hann var formaður skólanefndar Rípurskólahverfis um skeið og kennari þar 1936-1938. Organleikari í Flugumýrarkirkju 1915-1923 og síðan í Rípurkirkju um langt skeið. Prófdómari við Bændaskólann á Hólum um 20 ára skeið. Hann var lengi fulltrúi á Búnaðarþingi, fyrst varafulltrúi og síðar aðalfulltrúi. Hann átti ríkan þátt í stofnun Framsóknarfélags Skagafjarðar 1928 og ar formaður þess frá upphafi árum saman. I miðstjóm Framsóknar- flokksins átti hann lengi sæti síðan 1937. Hann átti og lengi sæti í fræðsluráði Skagafjarðarsýslu og í stjórn Bóka- og héraðsskjalasafns Skagfírðinga. Þá var hann um langt skeið fulltrúi Skagafjarðarsýslu á Fjórðungsþingum Norðlendinga. - Loks skal þess getið, að Gísli átti sæti í stórn Kaupfélags Skagfirðinga 1919-1922 og aftur 1939-1978. Hann var varaformaður í stjórn frá 1946 og formaður stjórnar félagsins frá 1973 til 1978, er hann gaf ekki lengur kost á sér til stjórnarstarfa í félaginu. Hann var dyggur og trúr málstað Kaupfélags Skagfirðinga alla tíð: tillögugóður og ötull á stjórnarfundum og öruggur stjórnandi og skörungur, þegar þess þurfti við. Hann var vakandi baráttumaður fyrir málstað K.S. og samvinnuhreyfmgarinn- ar almennt - og skrifaði einatt skeleggar-blaðagreinar til varnar og sóknar fyrir félagið og hreyfinguna í senn. Kaupfélag Skagfirðinga hefur haldið úti ársriti, sem fyrst kom út 1955 og nefndist Glóðafeykir, var var fyrsti ritstjórinn Ólafur Sigurðsson á Hellulandi. Útgáfa ritsins lá niðri um skeið, en 1966 tók Gísli í Holti við ritstjórn og annaðist útgáfu ritsins æ síðan. I riti þessu birtust æviþættir látinna félagsmanna K.S. og ýmislegur annar fróðleikur, og gerði Gísli þeim málum öllum góð skil. Gísli Magnússon var fjölhæfur gáfumaður, og gætti góðra hæfileika hans á mörgum sviðum. Hann var mjög listrænn maður og bar skyn á margt á því sviði. Einkum var það orðsins list, sem einkenndi hann mjög, samfara næmum skilningi og leikni í meðferð íslenskrar tungu, enda var hann viðurkenndur afburða mælskumaður. í samræmi við þann hæfíleika var Gísli ritfær í besta lagi og afburða stílisti. Mál hans var vandað og hreint, enda bar hann djúpa virðingu fyrir vorri göfugu íslensku tungu. Gísli Magnússon var hugsjónamaður, sem vildi bæta samfélagið. Hann vildi bæta hag þeirra, sem áttu bágt, og efla réttlæti í anda kristilegra kenninga. Það má segja, að hann hafi sífellt alla ævi verið að berjast fyrir göfugum hugsjónum, sem til þess horfðu að bæta menn og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.