Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 38
38
GLÓÐAFEYKIR
Margrétar Sigurðardóttur, en missti hana skömmu eftir bamsburð í
septembermánuði það hið sama ár. Hafði hún fætt tvíbura,
stúlkubam, er dó stuttu eftir fæðingu og dreng, er skírður var Jón,
komst upp en dó aðeins 24 ára gamall, mikill efnismaður og hafði þá
lokið búfræðiprófi frá Hólaskóla.
Aftur kvæntist Ingvar árið 1929 og gekk þá að eiga Ragnheiði
Pálsdóttur síðast bónda á Selá á Skaga, Jónssonar hreppstj. á Hóli í
Sæmundarhlíð, Jónssonar, og konu hans Sigríðar Magnúsdóttur
hreppstj. á Halldórsstöðum í Laxárdal í Þingeyjarþingi, Asmunds-
sonar. Lifir hún mann sinn. Börn þeirra eru 4: Rósmundur, bóndi á
Hóli, Marta, húsfreyja á Flateyri vestur, Björg Pálína, húsfreyja í
Kaupmannahöfn og Margrét húsfreyja á Mælifellsá ytri á Efribyggð.
Ingvar á Hóli var meir en meðalmaður á vöxt og svaraði sér vel,
rauðkhirkinn á hár, rjóður í andliti, fullur að vöngum, hýr á svip, hlýr í
viðmóti. Hann var greindarmaður og víða heima, gestrisinn og góður
heim að sækja, prúður maður í háttum, orðstilltur og orðvar, svo að frá
bar. Hann var mikill mannkostamaður, enda vinsæll og vammlaus á
alla grein.
Gísli Ragnar Magnússon, bóndi á Bergstöðum í Borgarsveit, lést 2.
desember 1974.
Hann var fæddur í Axlarhaga í Blönduhlíð 30. maí 1896. Foreldrar:
Magnús bóndi í Torfmýri í Blönduhlið
Hannesson, síðast og lengst bónda í
Axlarhaga, Þorlákssonar bónda á Ystu-
Grund, Jónssonar bónda á Hóli í Tungu-
sveit, Magnússonar, og kona hans Jakobína
Gísladóttir hreppstjóra og bónda á Herjólfs-
stöðum á Laxárdal ytra o.v., Jónssonar
bónda á Fjalli í Kolbeinsdal, Pálssonar, og
kona hans Ragnheiður Eggertsdóttir bónda
á Skefilsstöðum. Var Ragnheiður alsystir
Jóhönnu, konu Jóns Þorsteinssonar á
Sauðárkróki, (sjá nánar í þætti Jóns í
Glóðafeyki 1969, 9. h. bls 52). Þeir voru
bræðrungar, Magnús faðir Ragnars og
Magnús hreppstjóri Gíslason á Frostastöðum (sjá 5. h. Glóðafeykis
bls. 29 og ennfremur þátt Stefáns í Djúpadal hér á eftir.
Ragnar ólst upp með foreldrum sínum í Torfmýri, en skömmu eftir
Gísli Ragnar Magnússon