Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 23

Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 23
GLÓÐAFEYKIR 23 starfsmaður Kaupfélags Austur-Skagfirðinga í Hofsósi árin 1940 - 1946. Hann varð stöðvarstjóri pósts og síma árið 1946 og hafði þá stöðu á hendi æ síðan. Hann átti sæti í stjórn Kaupfélags Austur- Skagfirðinga frá 1953, uns það félag var sameinað Kaupfélagi Skagfirðinga 1969. Hann átti sæti í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga frá 1970. Hann var endurskoðandi Kaupfélags Austur-Skagfírðinga 1950 - 1953. Formaður var hann í stjórn Sjúkrasamlags Hofsóss frá stofnun þess 1948. Hann átti sæti í stjórn Sparisjóðs Hofsóshrepps 1946 - 1948. í skólanefnd var hann frá 1944. Hann var formaður Leikfélags Hofsóss frá stofnun þess 1951. Hann var kjörinn í stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga 1970 og sat í henni til dauðadags. Hann átti sæti í sýslunefnd Skagafjarðarsýslu sem aðalmaður fyrir Hofsóshrepp. Ýmisleg önnur umboðsstörf og trúnaðarstörf hafði hann með höndum, þótt þau verði eigi rakin hér. Öll þau trúnaðarstörf, sem hlóðust á Þorstein, vann hann af alúðog samviskusemi. Kom þar til í senn þegnskapur hans við samborgara, áhugi hans á félagsmálum og vilji til að bæta samfélagið og láta gott af sér leiða, svo og einnig góðir vitsmunir hans og staðgóð þekking, sem hann hafði aflað sér. Þorsteinn Hjálmarsson var meðalmaður á vöxt og vel á sig kominn á velli, dökkur yfirlitum og vel farinn í andliti, sviphreinn og hýr í viðmóti. Hann var hógvær maður í framgöngu allri og prúðmenni með afbrigðum, svo og snyrtimenni hið mesta. Það leyndi sér ekki í viðkynningu við Þorstein, að þar fór maður góðum gáfum gæddur, athugull og gætinn og vildi vanda allt sem best, sem hann þurfti um að fjalla. Hann var grandvar maður, sem mátti aldrei vamm sitt vita, enda í hvívetna drengur góður. Þorsteinn kvæntist 31. maí 1940 Pálu kennara Pálsdóttur Árnasonar kennara í Ártúnum við Hofsós. Pála er góðum gáfum gædd, vel að máli farin og hefir látið félagsmál ýmisleg til sín taka, þ.á.m. málefni kvenfélaga í Skagafirði. Hjónaband hennar og Þorsteins hefir verið með afbrigðum gott. Þeim hjónum hefir orðið 9 barna auðið, og eru þau öll á lífí, mannvænlegt fólk. Úför Þorsteins Hjálmarssonar var gerð frá Hofsóskirkju 4. apríl 1981, að viðstöddu fjölmenni. Ég vil að lokum þakka Þorsteini gott samstarf okkar og trausta vináttu hans í minn garð, og eftirlifandi konu hans, afkomendum og öðrum aðstandendum votta ég samúð vegna fráfalls hans. Jóhann Salberg Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.