Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 59

Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 59
GLÓÐAFEYKIR 59 Jón bóndi á Hafsteinsstöðum, söngstjóri og tónskáld, Björnsson bónda og hreppstjóra á Stóru-Seylu, Jónssonar bónda á Ögmundar- stöðum, Björnssonar, og kona hans Sigríður Trjámannsdóttir, eyfirskrar ættar mikil ágætiskona. Móðir Jóns og fyrri kona Björns í Seylu var Steinvör Sigurjónsdóttir bónda og oddvita í Glæsibæ í Staðarhreppi, Bergvinssonar, og fyrri konu hans Júlíönu Margrétar Jóns- dóttur. Steinbjörn ólst upp með foreldrum Sínum, fyrst í Brekku hjá Víðimýri til 1936, þá á Reykjarhóli, næsta bæ, til 1939 og síðast á Hafsteinsstöðum. Hann stundaði nám við héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði veturna 1945-1946 og 1946-1947, vann síðan að búi foreldra sinna heima þar á Hafsteins- stöðum. Faðir hans var dugmikill bóndi og hinn mesti athafnamaður, enda þótt hann fórnaði hljómlist og kórstjórn ómældum tíma og kröftum. Og Sigríður á Hafsteinsstöðum lét í engu sinn hlut eftir liggja- Árið 1953, hinn 7. desember, gekk Steinbjörn að eiga Ester Skaftadóttur bónda í Kjartansstaðakoti á Langholti, Oskarssonar, og konu hans Ingibjargar Hallgrímsdóttur bónda á Hringveri í Viðvíkursveit o.v., Jónssonar, en móðir Ingibjargar var Anna Gunnarsdóttir bónda á Ulfsstöðum í Blönduhlíð, Bjartmarssonar. (Sjá þátt um Oskar, föður Skafta, í Glóðaf. 1974, 15. h. bls. 54). Fyrstu árin tvö voru þau ungu hjónin í sambýli við foreldra Steinbjörns, en tóku við hálfri jörðinni árið 1955 og hélst svo til 1973, er Jón fékk syni sínum og tengdadóttur jörðina alla í hendur, en hann hafði misst Sigríði konu sína 1969. Börn þeirra Steinbjörns og Esterar eru 4 og öll heimilisföst á Hafsteinsstöðum: Jón, Skafti, Björn, stundar menntaskólanám í Reykjavík, og Sigríður yngst. Áður en Steinbjörn kvæntist eignaðist hann dóttur, Ragnheiði, húsfreyju í Reykjavík. Móðir hennar, Elísabet Ragnarsdóttir, þá heimasæta á Bergsstöðum í Borgarsveit, er nú húsfreyja í Ási í Hegranesi. Að Steinbirni á Hafsteinsstöðum er mikill sjónarsviptir. Hann var góður drengur og frábærlega vinsæll, hann var mikill bóndi og einstakur snyrtimaður í öllum búnaði, hann var í fremstu röð mikilsverðra félagssamtaka. Steinbjörn kom mjög við sögu söngmála í Steinbjörn M. Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.