Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 39

Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 39
GLÓÐAFEYKIR 39 fermingu fór hann í vist til frændfólks síns á Frostastöðum og var þar í nokkur ár. Þaðan fór hann í trésmíðanám hjá Steindóri Jónssyni á Sauðárkróki, enda handlaginn í besta lagi, en lauk þó ekki námi. A Frostastöðum kynntist Ragnar konuefni sínu, Sigurlínu Sigurðar- dóttur, og konu hans Maríu Jónsdóttur. Lifir hún mann sinn, mikil dugnaðar- og atorkukona. Þau giftust árið 1920. ,,Voru í húsmennsku á nokkrum bæjum í Blönduhlíð til 1929, en það ár reistu þau lítið steinhús í landi Reynistaðar og nefndu Hvammsbrekku, fengu á leigu nokkra landspildu til ræktunar og auk þess beitarréttindi’. (St. Magn.). Þetta jarðnæði var þó alls ófullnægjandi til þess að geta haft þar nokkurn bústofn að ráði. Auk þess varð að rækta og reisa húsakost af grunni. Varð því Ragnar að vinna sem mátti utan heimilis. Var og eftirsóttur til vinnu fynr sakir trúmennsku, dugnaðar og hagvirkni. Um skeið annaðist hann póstferðir milli Sauðárkróks og Staðar í Flrútafírði, fyrst að hálfu á móti mági sínum en síðan að öllu. Þessar ferðir voru einatt torsóttar á vetrum og reyndi þá mjög á menn og hesta. Farnar voru tvær ferðir í mánuði og tók viku hvor ferð. Öðru sinni nam Ragnar óbyggt land árið 1946. Þá ’keypti hann allstóra spildu úr landi Gils í Borgarsveit, reisti þar allstórt íbúðarhús og nefndi Bergsstaði, ræktaði talsvert tún og þarna bjó hann til æviloka. Hin síðustu ár var hann farinn að heilsu og kröftum og blindur orðinn, en kaus að dvelja heima meðan þess var nokkur kostur, var aðeins nokkrar síðustu vikurnar á sjúkrahúsi.” (St. Magn.). Börn þeirra hjóna eru 4, þau er upp komust: María, húsfreyja á Sauðárkróki, Elísabet, húsfreyja í Ási í Hegranesi, Sigurður, húsgagnabólstrari á Bergstöðum og Arný, húsfreyja á Mallandi á Skaga. Ragnar Magnússon var lágvaxinn maður og riðvaxinn, svo sem Hannes var í Axlarhaga, afi hans, sléttfarinn í andliti og fríður sýnum, sviphreinn og góðlegur, hýr og glaðlegur í viðmóti. Hann var greindur vel, ljóðelskur, prúður í öllum háttum. Ragnar var maður þrautviljugur, harðskarpur til allrar vinnu og hlífði sér hvergi, meðan máttur hrökk til. Hann var grómlaus maður og vildi öllum vel. Finnur Friðbjörn Traustason, fv. sýslunefndarmaður og oddviti á Hólum í Hjaltadal, lést hinn 23. desember 1974. Hann var fæddur á Fremstafelli í Köldukinn 3. febrúar 1889. Voru foreldrar hans Geirfinnur Trausti Friðfinnsson, bóndi á Geir- bjarnarstöðum í Köldukinn, Jónassonar, og kona hans Kristjana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.