Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 64

Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 64
64 GLÓÐAFEYKIR jarðræktarframkvæmdir, eignaðist fyrsta bílinn áður en náð hafði þeim aldri að taka mætti aksturspróf, fékkst síðan við bifreiðaakstur alla stund uns heilsan brast. Fyrst annaðist hann mjólkur- flutninga úr Hofs- og Viðvíkurhreppum, sá og jafnframt um flutninga á mjólk og mjólkurvörum frá Mjólkursamlagi Skag- fírðinga til Siglufjarðar um árabil. Var þessi vinna næsta harðsótt á stundum á þeim árum og hvíldarstundir fáar. Hvort tveggja var, að Kjartan var bráðlaginn til handanna og frábært snyrtimenni, einstakur hirðumaður í allri umgengni og báru bílar hans því órækan vott, þeir voru ávallt í sérflokki um ástand allt og útlit. Arið 1975 kvæntist Kjartan Maríu Hermannsdóttur frá Lóni í Viðvíkursveit, Sigurjónssonar, og konu hans Rósu Júlíusdóttur. Ungu hjónin fluttu til Sauðárkróks 1957 og stundaði Kjartan þar akstur bif- reiða sem jafnan áður. Var um skeið í stjórn Vörubílstjórafél. Skagf. Fyrir nokkrum árum komu þau hjón sér upp snotru íbúðarhúsi, þar sem María bjó manni sínum fallegt og hlýlegt heimili. Hún lifir mann sinn ásamt einkasyni þeirra, Ómari, sem dvelst í foreldragarði. Kjartan Haraldsson var naumlega meðalmaður á vöxt, dökkur á brún og brá, myndarlegur í sjón, íhugull á svip. Hann var vel greindur, glaðsinna, gamansamur og orðheppinn, kunni margt vísna og sagna og sagði vel frá. Hann var prúður í öllu dagfari, vinmargur og vel látinn af öllum. Hann var mikill atorkumaður og lést langt um aldur fram. Kjartan Haratdsson Sigríður Björnsdóttir, verkakona á Sauðárkróki, lést 26. október 1975. Hún var fædd að Skefílsstöðum á Skaga 24. febrúar 1895, dóttir Björns bónda þar Ólafssonar bónda í Kálfárdal í Gönguskörðum, Rafnssonar bónda á Tyrfmgsstöðum á Kjálka, Þorkelssonar bónda á Ytri-Kotum á Norðurárdal, Þórðarsonar, og konu hans Guðrúnar Ingibjargar Björnsdóttur, bónda á Ytra-Mallandi á Skaga,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.