Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 4
4
GLOÐAFEYKIR
Er Gísli fylgdi Glóðafeyki úr hlaði í fyrsta sinn komst hann svo að
orði:
„Glóðafeykir ætti að geta orðið mikilsverður - helst ómissandi -
tengiliður milli félagsstjórnar og félagsmanna. Hann á að fræða
lesendur um starfsemi félagsins og rekstur. Hann á að flytja
fyrirspurnir frá félagsmönnum og aðfinnslur um hvaðeina í
framkvæmdum og rekstri félagsins, er þeir telja að betur mætti fara og
þess fastlega vænst, að þeir liggi ekki á slíku og leggi í salt. Hann á að
verða vettvangur fyrir stuttar greinar og umræður um félagsmál og
héraðsmál. Loks hætti hann að hafa nokkurt rúm fyrir ýmiskonar
fróðleiksmola og skemmtiþætti.”
Þarna er stefnan mörkuð, sem fylgt hefur verið, og verður enn reynt
að halda í horfinu, með eðlilegum breytingum þó. K.S. hefur um
nokkurt skeið gefið út fréttabréf um starfsemi og rekstur félagsins á
líðandi stund. Það kann að marka efnisvali Glóðafeykis - að nokkru -
annan bás.
Frá því Glóðafeykir síðast kom út, hefur stórt verið höggvið í raðir
forystumana samvinnu í héraðinu. Gísli í Eyhildarholti, Þorsteinn
Hjálmarsson og garpurinn ungi Helgi Rafn Traustason, kaupfélags-
stjóri - allir guldu þeir þá skuld, sem okkur hverjum og einum er
áskapað að greiða, fyrr eða síðar.
Jóhann Salberg, fyrrverandi stjórnarformaður í K.S. sem starfaði
með þeim um árabil, minnist þeirra hér í ritinu.
Rögnvaldur Gíslason