Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 8
8
GLÓÐAFEYKIR
sem litu á sig hver og einn, sem smáfugl í baráttunm við ófrelsi og
rangsnúna viðskiptahætti. En þeir vissu líka að smáfuglinn á
ókennilegt afl, og það afl var komið frá þeim lífgjafa er skapaði mann
og fugl. Tækist þeim að sameina krafta sína - sameina mátt hinna
mörgu til félagslegra átaka, var víst að starf þeirra bæri ávöxt. Og það
tókst.
Þau félagslegu fræ, sem sáð var að Þverá í Laxárdal fyrir eitthundrað
árum bárust brátt um landið. Stofnuð voru fleiri kaupfélög, síðan
samband kaupfélaganna og enn fleiri kaupfélög og samvinnufélög. Því
gleðjumst við í dag yfir þeim vexti og þroska er samvinnufélögin hafa
náð. Starf þeirra er nú svo gildur þáttur í athöfn og önn samfélagsins
að hagur þeirra verður eigi skilinn frá þjóðarhag.
Erindi okkar hingað í dag er meira en að minnast frumherja og
gleðjast yfír glæstum árangri samvinnustarfsins. Við hljótum einnig að
fagna því að við megum sjálf taka þátt í starfi dagsins, taka þátt í að
efla það sem fyrir er, og leggja grunn að nýju. Ósk okkar og von er ætíð
sú að okkur auðnist að skila af okkur eilítið betra búi en við tókum við.
Það mun okkur takast, ef við minnumst í verki hugsjóna
samvinnunnar, umjafnrétti manna, samfylgd í kjörum ogsamstarf við
lausn verkefna til hagsbóta þeim er að vinna og þeirra er síðar eiga að
njóta.
Eg hef ekki nefnt hér nöfn frumherja eða forystumanna. Það er
viljandi gert svo að mál verði ekki of langt. Þó vil ég gera á
undantekningu og nefna til sögunnar einn Þingeying. Jón Sigurðsson
bóndi í Ysta-Felli var eldheitur hugsjóna og samvinnumaður. Hann
ferðaðist um landið fyrir samvinnufélögin og flutti fyrirlestra - fræðslu
og kynningarstarf.
Einhverju sinni var Jón að koma af fundi frá Laugum ásamt fleiri
sveitungum sínum. Er þeir félagar voru komnir norðvestur á
Fljótsheiðina, brast á þá iðulaus norðan stórhríð, svo varla var
ratandi. Jón fór fyrir hópnum. Félagar hans heyrðu þá að Jón tók að
tauta eitthvað fyrir munni sér og er þeir lögðu við hlustir greindu þeir, í
gegnum stórhríðargnýinn þessi orð: „ísland er besta land í heimi,
ísland er besta land í heimi.”
Þessi orð sýna okkur hversu óhemju sterk tilfinningabönd, sá sem
þau mælti, átti við land sitt. Þau sýna okkur einnig, að þessi maður
vissi vel að yfir er blár himinn þótt fenni um jörð, annars hefði hann
naumast getað mælt svo í stórhríðinni. En því nefni ég þetta, að mér
finnst sem tilfinningabönd manna við land sitt og þjóð hafi nokkuð