Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 52

Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 52
52 GLÓÐAFEYKIR koma - og þurfti eigi hrakninga til. Gunnar á Kotum var lágvaxinn en þrekinn, vel að manni. Hann var greindur vel og las allmikið; örgeðja nokkuð en fljótur til sátta, ef við sanngjarna var að eiga. Hagvirkur var hann í betra lagi, annaðist sjálfur viðhald bíla sinna að verulegu leyti og brast hvorki áræði né lagni. Gunnar Valdimarsson var heill maður og hreinskiptinn og drengur góður. Sigurður Egilsson, fv. bóndi á Sveinsstöðum í Tungusveit og síðar í Stekkjarholti, lést hinn 19. ágúst 1975. Hann var fæddur á Sveinsstöðum 2. nóvember 1911. Foreldrar: Egill bóndi þar Benediktsson, bónda á Skörðugili á Langholti o.v., Kristjánssonar bónda í Mýrakoti á Laxárdal fremri, Björnssonar, og kona hans Jakobína Sveinsdóttir bónda á Hafursstöðum í Vindhælishreppi, Arasonar, og konu hans Guðbjargar Benjamíns- dóttur bónda á Lýtingsstöðum í Tungusveit, Jónssonar. Var Jakobína fósturdóttir þeirra hjóna, Björns bónda á Sveinsstöðum Þorkelssonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur. Kona Benedikts á Skörðu- gili og móðir Egils, föður Sigurðar, var Ingibjörg Einarsdóttir bónda á Húsabakka og í Krossanesi, Magnússonar prests í Glaumbæ, Magnússonar; var hún alsystir Indriða skálds, síra Gísla í Hvammi og þeirra bræðra. Kona Einars og móðir Ingibjargar var Efemía Gísladóttir hreppstjóra og sagnaritara Konráðssonar hreppstjóra á Sígurður Egilsson Völlum í Hólmi. Sigurður Egilsson var albróðir Guðlaugar, seinni konu Olafs smiðs Kristjánssonar frá Ábæ (sjá Glóðafeyki 1970, 11. h., bls. 47). Sigurður óx upp með foreldrum sínum til 8 ára aldurs, en fór þá til föðurbróður síns, Jóns bónda á Grófargili á Langholti Benedikts- sonar og konu hans Sigurlaugar Brynjólfsdóttur, hvarf aftur til foreldra sinna á Sveinsstöðum um fermingaraldur (1925) og var þar heimilisfastur næstu áratugi. Tók við búi á Sveinsstöðum 1945 og bjó þar til 1950, en missti þá heilsuna, fékk berkla í bakið, lá lengi, komst þó áfætur,en varðaðganga í bol og var öryrki æ síðan. Árið 1946hafði hann fengið ráðskonu, Bertu Karlsdóttur, þýskrar ættar, og kvæntist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.