Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 52

Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 52
52 GLÓÐAFEYKIR koma - og þurfti eigi hrakninga til. Gunnar á Kotum var lágvaxinn en þrekinn, vel að manni. Hann var greindur vel og las allmikið; örgeðja nokkuð en fljótur til sátta, ef við sanngjarna var að eiga. Hagvirkur var hann í betra lagi, annaðist sjálfur viðhald bíla sinna að verulegu leyti og brast hvorki áræði né lagni. Gunnar Valdimarsson var heill maður og hreinskiptinn og drengur góður. Sigurður Egilsson, fv. bóndi á Sveinsstöðum í Tungusveit og síðar í Stekkjarholti, lést hinn 19. ágúst 1975. Hann var fæddur á Sveinsstöðum 2. nóvember 1911. Foreldrar: Egill bóndi þar Benediktsson, bónda á Skörðugili á Langholti o.v., Kristjánssonar bónda í Mýrakoti á Laxárdal fremri, Björnssonar, og kona hans Jakobína Sveinsdóttir bónda á Hafursstöðum í Vindhælishreppi, Arasonar, og konu hans Guðbjargar Benjamíns- dóttur bónda á Lýtingsstöðum í Tungusveit, Jónssonar. Var Jakobína fósturdóttir þeirra hjóna, Björns bónda á Sveinsstöðum Þorkelssonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur. Kona Benedikts á Skörðu- gili og móðir Egils, föður Sigurðar, var Ingibjörg Einarsdóttir bónda á Húsabakka og í Krossanesi, Magnússonar prests í Glaumbæ, Magnússonar; var hún alsystir Indriða skálds, síra Gísla í Hvammi og þeirra bræðra. Kona Einars og móðir Ingibjargar var Efemía Gísladóttir hreppstjóra og sagnaritara Konráðssonar hreppstjóra á Sígurður Egilsson Völlum í Hólmi. Sigurður Egilsson var albróðir Guðlaugar, seinni konu Olafs smiðs Kristjánssonar frá Ábæ (sjá Glóðafeyki 1970, 11. h., bls. 47). Sigurður óx upp með foreldrum sínum til 8 ára aldurs, en fór þá til föðurbróður síns, Jóns bónda á Grófargili á Langholti Benedikts- sonar og konu hans Sigurlaugar Brynjólfsdóttur, hvarf aftur til foreldra sinna á Sveinsstöðum um fermingaraldur (1925) og var þar heimilisfastur næstu áratugi. Tók við búi á Sveinsstöðum 1945 og bjó þar til 1950, en missti þá heilsuna, fékk berkla í bakið, lá lengi, komst þó áfætur,en varðaðganga í bol og var öryrki æ síðan. Árið 1946hafði hann fengið ráðskonu, Bertu Karlsdóttur, þýskrar ættar, og kvæntist

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.