Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 28

Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 28
28 GLÓÐAFEYKIR fyrirhugaðri saumastofu sem í ráði hefir verið að koma á fót nú undanfarið. Væri hann búinn að gjöra ráðstafanir til útvegunar á ýmsum tækjum sem nauðsynleg væru til reksturs saumastofunnar, svo og fataefnum, tilleggi til fata og ýmislegt fleira þar að lútandi.” Hinn nýráðni klæðskeri var Ásgrímur Sveinsson, sem veitti stofunni forstöðu þau Fimmtán ár sem hún var starfrækt. Fékk hún fyrst inni á austurloftinu í Gránu, sem félagið hafði þá eignast á ný fáum árum áður. Þetta hús hafði félagið látið reisa árið 1904 en orðið að selja á erfiðleikaárunum fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Og þarna á loftinu var saumastofan alla tíð, að vísu færð yfir í suðvesturhlutann er kontórinn var settur upp árið 1943. „Saumastofan byrjaði starf sitt um miðjan nóvember og hefir þar alltaf verið nóg að starfa og hún borið sig vel það sem af er miðað við það sem hliðstæðar stofnanir gera.” Svo segir í fundargerð aðalfundar frá því vorið 1938. Framan af virðist reksturinn því hafa gengið bærilega. Margir komu strax til að fá sniðið á sig og saumað, og þó allt væri gert í höndum, voru saumastúlkurnar röskar að ’klæða’ hvern viðskiptavin. En markaðurinn var þröngur. Saumastofur voru bæði á Akureyri og Blönduósi; svæðið var Skagafjörður og Siglufjörður, þótt talsvert af fötum færi raunar víðar. En þó að Skagfirðingar hafi löngum verið sundurgerðarmenn í klæðaburði, svo sem fyrri tíðar heimildir greina, áttu þeir fötin frá Ásgrími lengur en árið. Markaðurinn mettaðist því skjótt. Vorið 1941 var stjórn kaupfélagsins farin að hafa áhyggjur af rekstri saumastofunnar „þar sem hún hefir verið rekin með talsverðum halla undanfarið.” Var þá ráðið að fjölga starfsfólki sem allra fyrst. Til þessa hafði nánast eingöngu verið saumað á karlmenn; spari- klæðnaður. Nú var farið að sauma dragtir, frakka og kápur. Hafði raunar verið byrjað á því fyrr þó í litlu magni væri. En þessi tilraun kom að litlu gagni. Áhrifa heimsstyrjaldarinnar siðari fór og brátt að gæta er efni tók að skorta til að vinna úr. Leit um tíma út fyrir að hætta yrði rekstri stofunnar. Það vildi stjórn félagsins þó með engu móti en hinsvegar kom sú hugmynd fram að stofunni yrði lokað yfir sumarið er minnst væri að gera. Félagsmönnum fjölgað mjög á stríðsárunum, bæði í sveit og á Sauðárkróki. Jafnhliða var mjög til þess hvatt að félagið efldi ýmiskonar iðju á Króknum, bæði til að bæta þjónustu við sveitir og örva atvinnulíf í bænum. Var á aðalfundi 1945 kosin nefnd þriggja manna til þess að semja og leggja tillögur þar um fyrir næsta aðalfund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.