Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 48

Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 48
48 GLOÐAFEYKIR viðræðu, mikill röskleikamaður og kappdrægur nokkuð. Hann var fjölgefinn og listfengur, sönghneigður og hafði ágæta tenórrödd en beitti sjaldan. Hann var greiðvikinn og hjálpsamur og um marga hluti minnisstæður samferðamönnum. Ingimar Jónsson, skrifstofumaður á Sauðárkróki, varð bráðkvaddur 9. dag júlímánaðar 1975. Hann var fæddur á Hólum í Hjaltadal 11. janúar 1909. Var móðir hans Karítas Traustadóttir, alsystir Friðbjarnar, (sjá þátt um hann hér að framan). Faðir Ingimars var Jón Haraldsson, þá búfræðinemi á Hólum, síðar bóndi á Einarsstöðum í Reykjadal, kunnur maður. Ingimar ólst upp með móður sinni, í skjóli afa og ömmu, Trausta og Kristjönu, að ógleymdum Friðbirni, móðurbróður sínum, flytst með þeim að Hofi í Hjaltadal 1915 og dvelst þar, einnig eftir að afi hans lést 1921, en þau Friðbjörn og Karítas tóku við búsforráðum 1920 og bjuggu á Hofi til 1930. Var alla stund mjög kært með þeim frændum og naumast vafamál, að Friðbjörn hafi, ósjálfrátt, átt ríkan þátt í að móta skapferli og lífsskoðanir hins unga sveins. Kom best í ljós á síðustu árum þeirra beggja frænda, hversu traustum böndum þeir voru tengdir. Ungur að árum lagði Ingimar leið sína austur að Laugum og lauk námi í Laugaskóla. Síðar stundaði hann nám við Samvinnuskólann og lauk prófi þaðan. Upp frá því helgaði hann samvinnufélögunum krafta sína alla meðan dagur entist. Vann fyrst um árabil hjá Kaupfélagi Austur-Skagfirðinga í Hofsós, þá hjá Kaupfélagi Siglfirðinga um skeið. Héldu þau mæðginin heimili saman uns Karítas lést árið 1953. Skömmu síðar, 1955, ræðst Ingimar skrifstofumaður hjá S.Í.S. í Reykjavík og vinnur þar til 1970, hverfur þá norður hingað til Sauðárkróks til þess að geta verið nálægt Friðbirni frænda sínum meðan ævi hans rynni út, og vinnur á skrifstofu K.S. til lokadags. Varð skemmra í milli þeirra frænda en ætla hefi mátt - og fór raunar vel á því; báðir einstæðingar með nokkrum hætti, ókvæntir og barnlausir og ákaflega samrýmdir. Ingimar Jónsson var naumlega meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og vel á sig kominn, andlitsfríður. Hann var greindur vel, vandvirkur skrifstofumaður, heldur seinvirkur að vísu og eigi áhlaupamaður, en öruggur og reikningsglöggur, skrifaði góða rithönd. Skyldurækni og trúmennska, heiðarleiki og drengskapur var honum í blóð borinn. Hann var dulur og hlédrægur, trygglyndur og vinfastur, en geðríkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.