Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 48

Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 48
48 GLOÐAFEYKIR viðræðu, mikill röskleikamaður og kappdrægur nokkuð. Hann var fjölgefinn og listfengur, sönghneigður og hafði ágæta tenórrödd en beitti sjaldan. Hann var greiðvikinn og hjálpsamur og um marga hluti minnisstæður samferðamönnum. Ingimar Jónsson, skrifstofumaður á Sauðárkróki, varð bráðkvaddur 9. dag júlímánaðar 1975. Hann var fæddur á Hólum í Hjaltadal 11. janúar 1909. Var móðir hans Karítas Traustadóttir, alsystir Friðbjarnar, (sjá þátt um hann hér að framan). Faðir Ingimars var Jón Haraldsson, þá búfræðinemi á Hólum, síðar bóndi á Einarsstöðum í Reykjadal, kunnur maður. Ingimar ólst upp með móður sinni, í skjóli afa og ömmu, Trausta og Kristjönu, að ógleymdum Friðbirni, móðurbróður sínum, flytst með þeim að Hofi í Hjaltadal 1915 og dvelst þar, einnig eftir að afi hans lést 1921, en þau Friðbjörn og Karítas tóku við búsforráðum 1920 og bjuggu á Hofi til 1930. Var alla stund mjög kært með þeim frændum og naumast vafamál, að Friðbjörn hafi, ósjálfrátt, átt ríkan þátt í að móta skapferli og lífsskoðanir hins unga sveins. Kom best í ljós á síðustu árum þeirra beggja frænda, hversu traustum böndum þeir voru tengdir. Ungur að árum lagði Ingimar leið sína austur að Laugum og lauk námi í Laugaskóla. Síðar stundaði hann nám við Samvinnuskólann og lauk prófi þaðan. Upp frá því helgaði hann samvinnufélögunum krafta sína alla meðan dagur entist. Vann fyrst um árabil hjá Kaupfélagi Austur-Skagfirðinga í Hofsós, þá hjá Kaupfélagi Siglfirðinga um skeið. Héldu þau mæðginin heimili saman uns Karítas lést árið 1953. Skömmu síðar, 1955, ræðst Ingimar skrifstofumaður hjá S.Í.S. í Reykjavík og vinnur þar til 1970, hverfur þá norður hingað til Sauðárkróks til þess að geta verið nálægt Friðbirni frænda sínum meðan ævi hans rynni út, og vinnur á skrifstofu K.S. til lokadags. Varð skemmra í milli þeirra frænda en ætla hefi mátt - og fór raunar vel á því; báðir einstæðingar með nokkrum hætti, ókvæntir og barnlausir og ákaflega samrýmdir. Ingimar Jónsson var naumlega meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og vel á sig kominn, andlitsfríður. Hann var greindur vel, vandvirkur skrifstofumaður, heldur seinvirkur að vísu og eigi áhlaupamaður, en öruggur og reikningsglöggur, skrifaði góða rithönd. Skyldurækni og trúmennska, heiðarleiki og drengskapur var honum í blóð borinn. Hann var dulur og hlédrægur, trygglyndur og vinfastur, en geðríkur

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.