Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 29

Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 29
GLÓÐAFEYKIR 29 Þær lagði nefndin fyrir stjómarfund í mars 1946 og voru í fímm liðum. Einn liðurinn hljóðaði svo: „Að komið verði á stofn fatagerðar- og leðurvöruverkstæði og prjónastofu.” Lagði nefndin til að hafin yrði framkvæmd allra þessara fimm atriða þegar á árinu; þar var enginn bilbugur. En á sama fundi var Ásgrímur klæðskerameistari einnig staddur. „Skýrði hann frá því, að gefnu tilefni, að saumastúlkur á saumastofunni væru ófáanlegar til að fallast á að sleppa vinnu um skemmri tíma en 5 mánuði og vildu auk þess ekki lofa að koma aftur að þeim tíma liðnum. Var stjómin á einu máli um, að ógerlegt væri að láta stúlkurnar fara undir þeim kringumstæðum, og bæri því að láta saumastofuna halda áfram í sama horfi og að undanförnu.” Það er ekki bjartsýnistónn sem sleginn er í þessum orðum. En augljóst er hve mjög stjórnarmönnum var í mun að saumastofan starfaði. Hvorttveggja var að hún bætti úr erfiðu atvinnuástandi á Króknum þessi ár og greinileg þörfm á slíkri þjónustu. En lítið kaupsvæði, einhæf framleiðsla og erfiðleikar í efnisútvegun voru Þrándur í Götu eðlilegrar starfsemi. Ekkert af þessu varð þó til að klára stofuna, þar kom annað til. Næstu árin var hljótt um saumastofuna. Starfsvið hennar breyttist lítið sem ekkert, haldið áfram að sauma sparifötin á Skagfirðinga: jakka, buxur og vesti á karla og dragtir á konur. Leið svo fram til vors 1951. Þá gekk Ásgrímur á fund stjórnar og tjáði efiðleika á að reka stofuna yfir sumarið sakir efnisskorts, taldi hinsvegar, að „aftur myndi skapast möguleikar fyrir rekstri hennar í haust.” Það beið þó haustsins að ákvörðun yrði tekin. Var Ásgrímur þá enn kallaður á fund stjórnar til skrafs og ráðagerða um framtíð stofunnar. Svo segir í fundargerð: „Er rekstur hennar mjög erfiður þar sem mikið berst að af tilbúnum fötum. Var rætt um málið og í því sambandi minnst á, hvort rétt sé og tiltækilegt að taka upp saum á vinnufötum og skyrtum. Töldu menn rétt að athuga þá leið.” Það var auðvitað að ekki dugði að keppa við verksmiðjufram- leiðsluna og raunar hæpið að dugað hefði stofunni að byrja vinnufatagerð nema skipta um vélar. Enda var það ekki gert. Síðan segir áfram í fundargerðinni: „Þar sem mjög er óvíst um afkomu saumastofunnar á næsta ári og samkvæmt áliti framkvæmdastjóra og Ásgríms Sveinssonar í þessu máli samþykkir stjórnin að segja saumastúlkunum upp kauptryggingu frá 1. febrúar aðtelja. Hinsvegar telur stjórnin sjálfsagt að stúlkurnar starfí áfram á saumastofunni,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.