Glóðafeykir - 01.04.1984, Side 43

Glóðafeykir - 01.04.1984, Side 43
GLÓÐAFEYKIR 43 SigurðuT D. Helgason Hrollleifsdal 1902 - 1910, á Kappastöðum í Sléttuhlíð til 1915, er foreldrar hans slepptu búi og fóru í húsmennsku. Réðst þá Sigurður í vist á ýmsum stöðum, var ,,m.a. fjármaður hjá Sveini hreppstjóra Arnasyni í Felli í Sléttuhlíð og kom sér upp á þeim árum nokkrum fjárstofni.” „Árið 1919 fluttisl Sigurður að Ási í Hegranesi til Guðmundar bónda þar Ólafssonar, og í Rípurhreppi átti hann heima um 20 ára skeið,” (Sr. G.G.), lengst á Ríp og í Keldudal hjá þeim hjónum Gísla Jakobssyni og Sigurlaugu Guðmunds- dóttur; var um nokkurt skeið ferjumaður við Vesturós Héraðsvatna, en fluttist með fénað sinn til Sauðárkróks árið 1939 og var þar búfastur það sem eftir var ævi, lengstum til heimilis hjá Ármanni bróður sínum og konu hans Sigurbjörgu Pétursdóttur. Á Sauðárkróki stundaði Sigurður nokkuð verkamannavinnu, en rak annars sauðfjárbúskap alla tíð meðan honum entist heilsa til. Hann var fjármaður góður og fjárglöggur, fór vel með fénað sinn og hafði óskorað yndi af að umgangast skepnur. Sigurður Helgason var góður meðalmaður á vöxt og allur vel farinn. Hann var allvel greindur og las töluvert, einkum sagnaskáldskap, og lifði sig inn í það, sem hann las. Hann var röskleikamaður til vinnu, atorkusamur, einstakur hirðu- og þrifamaður. Sigurður var lengi annarra hjú, og þvílík var trúmennska hans og hollusta, að hann setti hagsmuni húsbænda sinna ofar eigin hag. Trúmennskan við skyldurnar, sem hann taldi á sér hvíla hverju sinni, var hans aðalsmerki. Sigurður kvæntist eigi né átti böm. Stefán Eiríksson í Djúpadal í Blönduhlíð lést hinn 24. janúar 1975. Hann var fæddur í Djúpadal 12. júní 1896. Foreldrar: Eiríkur bóndi og þjóðhagasmiður í Djúpadal Jónsson bónda þar, Jónssonar bónda á Tréstöðum í Glæsibæjarhreppi, Jóhannessonar, og kona hans Sigríður Hannesdóttir bónda í Axlarhaga í Blönduhlíð, Þorlákssonar bónda á Ystu-Grund í sömu sveit, Jónssonar bónda á Hóli í Tungusveit, Magnússonar. Kona Jóns í Djúpadal og móðir Eiríks var Valgerður Eiríksdóttir hreppstjóra í Djúpadal , Eiríkssonar prests á

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.