Glóðafeykir - 01.04.1984, Side 39

Glóðafeykir - 01.04.1984, Side 39
GLÓÐAFEYKIR 39 fermingu fór hann í vist til frændfólks síns á Frostastöðum og var þar í nokkur ár. Þaðan fór hann í trésmíðanám hjá Steindóri Jónssyni á Sauðárkróki, enda handlaginn í besta lagi, en lauk þó ekki námi. A Frostastöðum kynntist Ragnar konuefni sínu, Sigurlínu Sigurðar- dóttur, og konu hans Maríu Jónsdóttur. Lifir hún mann sinn, mikil dugnaðar- og atorkukona. Þau giftust árið 1920. ,,Voru í húsmennsku á nokkrum bæjum í Blönduhlíð til 1929, en það ár reistu þau lítið steinhús í landi Reynistaðar og nefndu Hvammsbrekku, fengu á leigu nokkra landspildu til ræktunar og auk þess beitarréttindi’. (St. Magn.). Þetta jarðnæði var þó alls ófullnægjandi til þess að geta haft þar nokkurn bústofn að ráði. Auk þess varð að rækta og reisa húsakost af grunni. Varð því Ragnar að vinna sem mátti utan heimilis. Var og eftirsóttur til vinnu fynr sakir trúmennsku, dugnaðar og hagvirkni. Um skeið annaðist hann póstferðir milli Sauðárkróks og Staðar í Flrútafírði, fyrst að hálfu á móti mági sínum en síðan að öllu. Þessar ferðir voru einatt torsóttar á vetrum og reyndi þá mjög á menn og hesta. Farnar voru tvær ferðir í mánuði og tók viku hvor ferð. Öðru sinni nam Ragnar óbyggt land árið 1946. Þá ’keypti hann allstóra spildu úr landi Gils í Borgarsveit, reisti þar allstórt íbúðarhús og nefndi Bergsstaði, ræktaði talsvert tún og þarna bjó hann til æviloka. Hin síðustu ár var hann farinn að heilsu og kröftum og blindur orðinn, en kaus að dvelja heima meðan þess var nokkur kostur, var aðeins nokkrar síðustu vikurnar á sjúkrahúsi.” (St. Magn.). Börn þeirra hjóna eru 4, þau er upp komust: María, húsfreyja á Sauðárkróki, Elísabet, húsfreyja í Ási í Hegranesi, Sigurður, húsgagnabólstrari á Bergstöðum og Arný, húsfreyja á Mallandi á Skaga. Ragnar Magnússon var lágvaxinn maður og riðvaxinn, svo sem Hannes var í Axlarhaga, afi hans, sléttfarinn í andliti og fríður sýnum, sviphreinn og góðlegur, hýr og glaðlegur í viðmóti. Hann var greindur vel, ljóðelskur, prúður í öllum háttum. Ragnar var maður þrautviljugur, harðskarpur til allrar vinnu og hlífði sér hvergi, meðan máttur hrökk til. Hann var grómlaus maður og vildi öllum vel. Finnur Friðbjörn Traustason, fv. sýslunefndarmaður og oddviti á Hólum í Hjaltadal, lést hinn 23. desember 1974. Hann var fæddur á Fremstafelli í Köldukinn 3. febrúar 1889. Voru foreldrar hans Geirfinnur Trausti Friðfinnsson, bóndi á Geir- bjarnarstöðum í Köldukinn, Jónassonar, og kona hans Kristjana

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.