Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 59

Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 59
GLÓÐAFEYKIR 59 Jón bóndi á Hafsteinsstöðum, söngstjóri og tónskáld, Björnsson bónda og hreppstjóra á Stóru-Seylu, Jónssonar bónda á Ögmundar- stöðum, Björnssonar, og kona hans Sigríður Trjámannsdóttir, eyfirskrar ættar mikil ágætiskona. Móðir Jóns og fyrri kona Björns í Seylu var Steinvör Sigurjónsdóttir bónda og oddvita í Glæsibæ í Staðarhreppi, Bergvinssonar, og fyrri konu hans Júlíönu Margrétar Jóns- dóttur. Steinbjörn ólst upp með foreldrum Sínum, fyrst í Brekku hjá Víðimýri til 1936, þá á Reykjarhóli, næsta bæ, til 1939 og síðast á Hafsteinsstöðum. Hann stundaði nám við héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði veturna 1945-1946 og 1946-1947, vann síðan að búi foreldra sinna heima þar á Hafsteins- stöðum. Faðir hans var dugmikill bóndi og hinn mesti athafnamaður, enda þótt hann fórnaði hljómlist og kórstjórn ómældum tíma og kröftum. Og Sigríður á Hafsteinsstöðum lét í engu sinn hlut eftir liggja- Árið 1953, hinn 7. desember, gekk Steinbjörn að eiga Ester Skaftadóttur bónda í Kjartansstaðakoti á Langholti, Oskarssonar, og konu hans Ingibjargar Hallgrímsdóttur bónda á Hringveri í Viðvíkursveit o.v., Jónssonar, en móðir Ingibjargar var Anna Gunnarsdóttir bónda á Ulfsstöðum í Blönduhlíð, Bjartmarssonar. (Sjá þátt um Oskar, föður Skafta, í Glóðaf. 1974, 15. h. bls. 54). Fyrstu árin tvö voru þau ungu hjónin í sambýli við foreldra Steinbjörns, en tóku við hálfri jörðinni árið 1955 og hélst svo til 1973, er Jón fékk syni sínum og tengdadóttur jörðina alla í hendur, en hann hafði misst Sigríði konu sína 1969. Börn þeirra Steinbjörns og Esterar eru 4 og öll heimilisföst á Hafsteinsstöðum: Jón, Skafti, Björn, stundar menntaskólanám í Reykjavík, og Sigríður yngst. Áður en Steinbjörn kvæntist eignaðist hann dóttur, Ragnheiði, húsfreyju í Reykjavík. Móðir hennar, Elísabet Ragnarsdóttir, þá heimasæta á Bergsstöðum í Borgarsveit, er nú húsfreyja í Ási í Hegranesi. Að Steinbirni á Hafsteinsstöðum er mikill sjónarsviptir. Hann var góður drengur og frábærlega vinsæll, hann var mikill bóndi og einstakur snyrtimaður í öllum búnaði, hann var í fremstu röð mikilsverðra félagssamtaka. Steinbjörn kom mjög við sögu söngmála í Steinbjörn M. Jónsson

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.