Glóðafeykir - 01.04.1984, Síða 30

Glóðafeykir - 01.04.1984, Síða 30
30 GLÓÐAFEYKIR eftir því sem verkefni er fyrir hendi.” Síðasti fundurinn um málefni saumastofunnar var í janúar áriðeftir. Þar upplýsti Ásgrímur klæðskeri að starfsstúlkurnar vildu ekki „sætta sig við að vinna án kaups eða tryggingar. Þó muni þær vinna næsta mánuð og samþykkir stjórnin að ábyrgjast kauptryggingu til þeirra fyrir febrúar enda er talið nægilegt verkefni fyrir þann tíma.” Þar með var starfi saumastofunnar lokið. Sem fyrr er getið voru aðallega saumuð jakkaföt á stofunni. Var nóg að starfa við það fyrstu tvö árin. Létu flestir sýslubúar sauma á sig m.a.s. komu Siglfirðingar talsvert á Krókinn til að fá sniðin á sig föt. Sumir fengu sér ný árlega og komu þá jafnan með efni sjálfir og létu sauma úr því. Mest var þó saumað úr Gefjunarefni og þau föt öll fremur svipuð að áferð og litum. En flestir létu föt sín duga vel, sumir notuðu ein, aðrir komu einu sinni aftur. Það þurfti að nota takmarkaða fjármuni í fleira. Því var brátt farið að sauma dragtir, kápur og frakka enda nægur markaður fyrir slíkan fatnað. Um leið var fjölgað á stofunni og munu tíu konur hafa unnið þar þegar flest var, þó ekki allar verið í fullu starfi. Er líða tók á stríðsárin fór að skorta útlend efni sem notuð voru í Gefjuni til blöndunar við ullina. Dró það talsvert úr sparifatasaumaskapnum. Var þá gripið til þess ráðs að sauma reiðbuxur á lager úr brúnu þykku efni sem nóg var til af. Þær urðu vinsælar mjög og enda notaðar af Skagfirðingum fram á síðustu ár. Þegar farið var að framleiða föt í verksmiðjum var séð hvert stefndi. Því var nokkuð hugað til annarra leiða svo halda mætti rekstri stofunnar áfram. Innan stjórnarinnar virðist áhugi hafa verið mestur fyrir vinnufatagerð sem Ásgrímur klæðskeri taldi hæpið að reyna. Hann lagði hinsvegartil að saumaðar skyldu úlpur á lager. Af hvorugu varð þó og aðrar hugmyndir virðast ekki hafa verið reifaðar. Lagðist starfsemin því niður snemma árs 1952. Vélakostur var lítill á saumastofunni. í byrjun voru keyptar fimm Singervélar, allar fótstignar. Þær voru notaðar allan tímann og ekki bætt við. All-löngu síðar var keypt vél sem stakk horn og kraga og gerði hnappagöt. Svo má náttúrulega ekki gleyma pressujárninu stóra og þunga. Allt var pressað í höndunum og mestallt saumað. Eftir að Ásgrímur klæðskeri hafði mælt og sniðið tóku stúlkurnar við og saumuðu innan á allt fóður, kraga og allan saum sem inn sneri. Aðeins utanásaumur var í Singervélunum.

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.