Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 32
32
GLÓÐAFEYKIR
vesti o.s.frv. Að jafnaði var saumakona einn dag með buxurnar, er
nokkurri þjálfun var náð og við það var verð á þeim og öðrum flíkum
miðað. Auk vinnunar var efniskostnaður náttúrlega talsverður og er
allt kom saman kostuðu fötin röskar 60 krónur á upphafsárum
starfseminnar.
Þau fimmtán ár sem saumastofan starfaði unnu allmargar stúlkur
þar, um eða yfir tuttugu. Sumar voru stutt, tæplega árið. Flestar voru
þó nokkur ár, fjögur, fimm, sjaldan lengur en sex. Sumar unnu hluta
ársins og þá oftast á veturna. Lengst voru þar María Sveinsdóttir í tólf
ár og Gunnfríður Sigurðardóttir sem vann á stofunni öll árin fimmtán.
Saumastofan var sett á stofn í þann mund sem vélvæðing í fatagerð
var að stóraukast. Henni var því ekki langra lífdaga auðið. Gagnsemi
hennar var þó ótvíræð. Hún bætti nokkuð úr næsta aumlegu
atvinnuástandi. Skagfirðingar þurftu heldur ekki lengur að fara til
Akureyrar eða lengra til að sækja sparifötin eða yfirhafnir. Þau voru
brátt til á nálega hverju heimili, jafnvel á alla fjölskylduna. Fötin frá
Ásgrími þóttu og prýðilega vönduð og fara mjög vel, fóru enda víða
þótt mest væri selt í heimahéraði. Þeirra nutu Skagfirðingar vel, sumir
lengi eftir að stofunni var lokað.
HEIMILDIR:
Fundargerðir aðalfunda og stjórnarfunda K.S. 1936 - 1952 og eftirtalið starfsfólk
saumastofunnar: Ásgrimur Sveinsson. Erla Guðjónsdóttir, Guðbjörg Hjálmarsdóttir.
Hólmfríður Sveinsdóttir, María Sveinsdóttir, Sigrún Snorradóttir, Sigurlaug Antonsdóttir, og
Svanlaug Pétusdóttir.