Skírnir - 01.01.1975, Page 12
10
ÞORSTEINN GYLFASON
SKIRNIR
legra hugtaka sálfræðinga sem heita má á hvers manns vörum. Af
þeim sökum einum ætti að þykja ómaksins vert að hugað sé um
stund að dæmi þess að þessu hugtaki sé beitt í því skyni að varpa
Ijósi á eitthvert fyrirbæri mannlífsins, þó ekki sé nema óbrotið atvik
eins og það að maður sjái mann. En áður en dæmið er tekið er
ástæða til að staldra í svip við sjálft orðið ‘dulvitund’ og inna eftir
merkingu þess.
Haft er eftir Freud að hann hafi ekki uppgötvað dulvitundina:
það hafi skáld og heimspekingar gert og látið honum það eitt eftir
að finna skipulega aðferð til að kanna hana og greina.8 Við virð-
umst því geta með góðri samvizku sótt vísbendingu um dulvitundina
í skáldskap:
Dýpi míns brjósts veit ég aldrei allt;
efi og Jjótti býr í þess svörum.
Einar Benediktsson á vitaskuld ekki við að hann hafi enga von um
fulla vitneskju um hjarta sitt og lungu: í Einrœðum Starkaðar reyn-
ir hann að vekja sjálfum sér og öðrum hugboð um öfl sálarlífsins
sem hann viti ekki af og kunni þar með engin skil á. I ljósi þessa
virðumst við hljóta að skilja orðið ‘dulvitund’ svo að sálarlífsfyrir-
bœri ein geti talizt dulvituð, kannski efi og þótti ekki síður en hugs-
un og skynjun. Sú ástæða er til að leggja áherzlu á svo einfalt at-
riði um dulvitundarhugtakið að sálfræðingum hættir til að sjást
yfir það. Þannig segir til að mynda Símon Jóh. Agústsson í Sálar-
frœði:
Eg tek ekki eftir hlutunum í kringum mig, fyrr en athygli mín beinist að þeim
einhverra orsaka vegna. Ég nem þessi áreiti, en áhrif þeirra berast ekki til vit-
undar minnar. Það er altítt, að menn taki ekki eftir óþægindum og vanlíðan,
á meðan þeir eru við störf á daginn, en er þeir leggjast til hvíldar, gerir þján-
ingin þegar vart við sig og heldur fyrir þeim vöku. Þvílík ómeðvituð óþæg-
indi geta sett blæ sinn á sálarlíf mannsins og viðhorf hans til lífsins, hin dulda
þjáning getur svipt hann lífsgleði, gert hann þunglyndan eða önugan.8
Við þekkjum öll dæmi þess að sársauki á borð við tannverk á til
að hverfa er athyglin heinist nógu eindregið að einhverju öðru,
j afnvel þótt meinsemdin sem sársaukanum olli sé söm við sig. Segj -
um nú að þegar svo stendur á sé maður önugri en hann á að sér.
Það vill Símon hafa til marks um að maðurinn finni til þótt hann
finni ekki til: sársaukinn sé eftir sem áður fyrir hendi, aðeins í