Skírnir - 01.01.1975, Page 19
SKÍRNIR
ÆTTI SALARFRÆÐI AÐ VERA TIL
17
gefin í reynslunni er aðeins lítill blettur í sjónsviðinu, óaðgreinan-
legur sem slíkur frá skynreynd miklu smærri en nálægari hlutar. Að
vísu kannaðist Helmholtz við að í þessum tveimur tilvikum kynni að
vera um ólíka starfsemi mannshugans að ræða, en honum þóttu
niðurstöðurnar nógu áþekkar, það er fjarlægð stjörnunnar, til þess
að tala mætti um álylctanir í báðum tilvikum, með þeim eina fyrir-
vara að í venjulegri skynjun væru ályktanir okkar dulvitaðar en
ekki meðvitaðar.
Eins og Símon gengur Helmholtz að því vísu er hann setur fram
kenningu sína að í skynjun sé skilningarvitunum annað og minna
gefið en það sem skynjað er. Vandi hans verður þá sá að brúa
bilið milli skynreynda og skynjana með einhverjum hætti, og í því
skyni bregður hann fyrir sig dulvitundinni sem dregur ályktanir af
skynreyndum sínum með tilstyrk þekkingar sinnar á lögmálum sem
hún sækir í fyrri reynslu. Og um þessa ályktunarkenningu virðist
sjálfgert að efast. Helmholtz færir í fyrsta lagi engin rök að því að
umræddar ályktanir hafi nokkurn tíma verið dregnar með fullri
vitund - væntanlega í frumbernsku. Og jafnvel þótt hann færði rök
að því, ætti hann þeirri spurningu ósvarað hvers vegna við skyld-
um ekki eigna heila og taugakerfi þá starfsemi sem hann vill eigna
dulvitundinni. Við gerum ekki ráð fyrir því að allt sem gerðist með
fullri vitund okkar þegar við lærðum að lesa gerist enn þegar við les-
um, aðeins í dulvitundinni í stað vitundarinnar áður. Við gerum
ekki ráð fyrir því að allt sem gerðist með fullri vitund okkar þegar
við lærðum á hj óli gerist enn í dulvitundinni þegar við hj ólum.
Þess má kannski geta að dulvitundarkenning Helmholtz um skynj -
unina virðist eiga sér noklcra hliðstæðu í annarri dulvitundarkenn-
ingu sem mikið orð hefur farið af á síðari árum. Sú er kenning mál-
fræðingsins Noams Chomsky um áskapaðar hugmyndir sem liggi
til grundvallar málnámi barna. Chomsky gengur að því vísu um mál-
nám, eins og þeir Símon og Helmholtz um skynjunina, að barni sem
lærir að tala sé miklu minna tiltækt í umhverfi sínu en dugi því til
að læra að mynda setningar á móðurmálinu. Þessa kenningu styður
hann engum rökum, heldur lætur sér nægja að kalla námsefni barns-
ins „fátæklegt og ruglingslegt“, eins og þeir Símon og Helmholtz
mundu ugglaust líka vilja komast að orði um ljósflekki sína og skyn-
reyndir. Að þessu gefnu sér Chomsky engan annan kost á greinar-
2