Skírnir - 01.01.1975, Page 20
18
ÞORSTEINN GYLFASON
SKÍRNIR
gerð fyrir málnámi barns en þann að hugsa sér dulvitund barnsins
í líkingu málfræðings sem varpar fram vísindalegri tilgátu um þau
fábrotnu gögn um mannlegt mál sem hann hefur fyrir sér og freistar
síðan að sannreyna þessa tilgátu með því að leita eftir öðrum gögn-
um sem annaðhvort staðfesti hana eða hreki.16 Nema hvað hinar
vísindalegu tilgátur dulvitundarinnar eru áskapaðar sem vísindaleg-
ar tilgátur Chomskys sj álfs eru væntanlega ekki.
Af ógöngum kenningar Helmholtz, eins og kenningar Símonar
áður, er freistandi að draga þá ályktun að sú forsenda beggja
sé vafasöm að í hversdagslegri skynjun sé annað og minna gefið
en það sem skynjað er. Með efasemdum um þessa forsendu er vita-
skuld ekki verið að bera brigður á að sundurgreina megi áreiti
sem skynfærin verða fyrir og freista að ráða þá gátu hvernig
skynfærin, miðtaugakerfið og heilinn vinna úr þessu áreiti með þeim
afleiðingum að við sjáum, heyrum og finnum til. Við efumst um
það eitt hvort sálfræðingar hafi leyfi til að ganga að því vísu að
auk þess sem skynfærin verða fyrir áreiti verði skilningarvitin fyrir
skynreyndum eða skynhrifum sem hugurinn vinni úr án þess að við
vitum af því, hvort heldur með sama hætti og við drögum ályktanir
með fullri vitund, skiljum mælt mál eða einhverjum enn öðrum. Og
þvílíkum efasemdum hljóta að fylgja almennari efasemdir um kosti
okkar á því að koma sálarfræði skynjunarinnar á legg sem mark-
verðri, sjálfstæðri fræðigrein.
III
Símon Jóh. Ágústsson skilgreinir fræði sín í Sálarfrœði á þessa leið:
„Sálarfræði nefnist sú vísindagrein, sem fæst við rannsóknir á sál-
rænni reynslu og einstaklingsatferði og hópatferði manna og dýra,
sem sprottið er af sálrænum hvötum, öflum eða áformum.“17 í
Ijósi þessarar skilgreiningar kunna efasemdir mínar um dulvitund-
ina að þykja litlum tíðindum sæta. Eg hafi aðeins leitt að því nokkr-
um líkum að dulvitundin sé tilefnislaus ímyndun sálfræðinga, að
minnsta kosti að því leyti sem hún er talin vera að verki í skynjun-
inni. Eftir sem áður geti sálfræðingar sem bezt fengizt við það sál-
arlíf sem við vitum af, hvatir okkar og ráðagerðir. Að ógleymdu
mannlegu atferði sem sumir þeirra vilja raunar takmarka sig við í
rannsóknum sínum á þeim forsendum að um vitundarlífið sé örð-