Skírnir - 01.01.1975, Page 28
26
ÞORSTEINN GYLFASON
SKÍRNIR
mælt sem við köllum greind í daglegu lífi? Við munum komast að
raun um að við þessari spurningu á Eysenck svar sem reist er á
aðferðarfræðilegri kenningu eða kannski öllu heldur kröfu. Þessa
kenningu eða kröfu mun ég kalla háttvísi þar sem hún kveður á um
að skilningur fræðilegra hugtaka fari eða eigi að fara eftir hætti
fræðimanna á beitingu þeirra. Og ber mér nú áður en lengra er hald-
ið að fara fáeinum orðum um háttvísina sem slíka.
Háttvísin á sér langa og heldur snúna sögu. Fyrsti verulegi vísir
að henni var sú kenning um merkingu mannlegs máls sem margir
vildu ráða af bók Ludwigs Wittgenstein, Tractatus Logico-Philo-
sophicus, að merking staðhæfingar væri hátturinn sem hafður væri
á því að grafast fyrir um sanngildi hennar, en þessi merkingarkenn-
ing hlaut gífurlega hylli raunhyggjumanna, hvort heldur heimspek-
inga eða annarra fræðimanna á sviði náttúruvísinda sem atferðis-
vísinda, á árunum milli styrjaldanna.28 Hin eiginlega háttvísi kom
síðan til sögunnar sex árum eftir að Tractatus var útgefinn: hún
birtist fyrst á bók eftir bandaríska eðlisfræðinginn P. W. Bridgman,
Rökvísi nútíma eðlisfrœði (1927), og var þar nefnd nafninu „opera-
tionalism“ sem fylgt hefur henni síðan, jafnvel þótt það hæfi henni
ekki ýkj avel í öllum þeim myndum sem hún hefur tekið á sig í hálfa
öld, bæði í síðari ritum Bridgmans og annarra fræðimanna.29
Kenning Bridgmans laut ekki að merkingu staðhæfinga almennt
og yfirleitt, heldur aðeins að merkingu fræðilegra sértaka, og þá
einkum nokkurra helztu hugtaka hinnar nýju eðlisfræði Einsteins,
Plancks og fleiri merkismanna. Um þessi hugtök hélt Bridgman því
fram að hvert þeirra, svo sem til dæmis lengdarhugtakið, jafngilti
þeim hætti sem eðlisfræðingar hafa á að ganga úr skugga um við-
fang þess með mælingum. Eða með öðrum orðum: sérhver fræði-
leg staðhæfing, þar sem sértaki er beitt, átti að jafngilda lýsingu á
niðurstöðum mælinga sem gerðar væru til að komast að raun um
sanngildi hennar. Eða með enn öðrum orðum: fræðilegt hugtak er
ekki annað en röksmíð úr hugtökum um niðurstöður mælinga.
Þessi kenning dugir ekki. Ef við tökum höfund hennar á orðinu
getum við ekki gert ýmsan greinarmun sem við gerum einatt, að því
er virðist með fullum rétti. Til að mynda gerum við greinarmun á
réttri mælingu og rangri, nákvæmri og ónákvæmri. Við rekjum nið-
urstöður mælinga og látum þess getið um leið að þar með sé ekki