Skírnir - 01.01.1975, Page 31
SKÍRNIR ÆTTI SÁLARFRÆÐI AÐ VERA TIL 29
vistar, útivistin gerir kannski aðgengilegri en ella mundi þann fé-
lagsskap sem brýzt inn í búðir sér til dægradvalar og þar fram eftir
götunum. Jevons reisti ekki kreppukenningu sína á tölunum einum.
Hann varpaði fram þremur orsakakenningum talnafylgninni til skýr-
ingar: hin fyrsta laut að sambandi sólbletta og veðurfars, önnur að
áhrifum úrkomu á uppskeru bænda í heitari löndum heims, hin
þriðja að áhrifum uppskerubrests í þessum löndum á eftirspurn eft-
ir framleiðsluvörum iðnríkjanna sem fyrir kreppunum urðu. Loks
er rétt að gleyma ekki vændiskonunum í Buenos Aires og járnbúta-
flutningunum: skýringin á fylgni þessa tvenns, ef einhver er, kynni
til dæmis að vera sú að þegar vel gengi að selja járn, flykktust starfs-
mannafélög járnbræðslanna í frí til Argentínu og svo framvegis.
Hér höfum við þá ólík dæmi um orsakasambönd sem skýra talna-
fylgni.
Nú virðist sjálfgert að fara fram á hliðstæðar skýringar á fylgni
árangurs á greindarprófum við árangur á skólabekk. Slíkar skýr-
ingar neitar Eysenck að veita og segir þær engu skipta. Samt sem
áður gengur hann að því vísu að greindarvísitölumunur á svörtum
börnum og hvítum valdi erfiðleikum í shólastarfi, og á þá væntan-
lega við vandkvæði á kennslu barna sem hafa lága greindarvísitölu.
Þar með virðist hann ganga að því vísu að hin mælda greind, sem
við getum kallað svo, ráði miklu um námsárangur, eða með öðrum
orðum að hin mælda greind sé sama sálargáfan og sú greind sem
menn kunna að vilja telja ráða mestu um námsárangur. Einu rökin
sem hann hefur fyrir þessu orsakasambandi er fylgni námsárangurs
og greindarvísitölu. En samkvæmt réttmætum árásum hans á and-
stæðinga sína, hvort heldur meðal umhverfissinna eða í Lyflækna-
ráðinu, eru þetta alls engin rök.
Hyggjum svolítið frekar að því hvers vegna við hljótum að ætla
Eysenck ganga að því orsakasambandi vísu í öðru orðinu sem hann
virðist afneita í hinu. Ef einhver segir að vegna minnkandi eftir-
spurnar Kaliforníubúa eftir járni sé þröngt í búi hjá vændiskonum
í Buenos Aires, þá eru orð hans óskiljanleg ncma gengið sé að ein-
hverri orsakaskýringu vísri á borð við þá sem varpað var fram hér
að ofan. Og hið sama er auðvitað að segja um orð Eysencks um
greindarvísitölumuninn sem veldur erfiðleikum í skólastarfi. Þau
eru óskiljanleg nema gengið sé að því vísu að orsakasamband sé